Er hægt að vera bæði með og á móti?

Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Hún er stundum skrýtin pólitíkin. Frambjóðandi í 2. sæti Bjartrar framtíðar í Kópavogi skrifar grein um húsnæðismál í bæjarblaðið Kópavog. Það er prýðisgrein og algjörlega í samræmi við þá stefnu sem við bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi höfum verið að fylgja eftir í bæjarstjórn undanfarin fjögur ár.

Listi Kópavogsbúa vann gegn lausnum í húsnæðismálum

Þessi sami frambjóðandi er einn af forystumönnum Lista Kópavogsbúa sem hefur einn flokka setið í meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs allt kjörtímabilið. Já – og flestir frambjóðendur Bjartrar framtíðar koma úr þeim sama ranni. Listi Kópavogsbúa hefur ekki stutt þær tillögur sem bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa flutt í bæjarstjórn um lausn á húsnæðisvandanum. Bæjarfulltrúi Lista Kópavogsbúa hefur m.a.s. sagt opinberlega að þegar hún var í meirihluta með Samfylkingunni hafi hún komið í veg fyrir framgang tillagna Samfylkingarinnar í húsnæðismálum. Í allan vetur hefur Listi Kópavogsbúa staðið þétt með bæjarstjóranum í þessum málum. Hann er, eins og flestir vita, bara á móti því að nokkur skapaður hlutur sé gerður fyrir þá sem leigja eða að byggður sé upp traustur leigumarkaður. Hann hefur margoft sagt að fólk eigi bara að kaupa sér íbúð.

Nýr jakki – ný skoðun?

Staðan í húsnæðismálum er orðin grafalvarleg og sveitarfélaginu ber að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að leysa málið. Það þarf að koma upp alvöru valkosti í húsnæðismálum þ.e. stöðugum og traustum leigumarkaði fyrir þá sem vilja fremur leigja en kaupa. Samfylkingin hefur verið í forystu þeirra sem vilja finna lausn á þessu máli í bæjarstjórn Kópavogs en Listi Kópavogsbúa sem nú heitir Björt framtíð hefur þvælst fyrir. Ég veit ekki – mér finnst þetta dálítíð skrýtið. Þvælast fyrir mikilvægu máli heilt kjörtímabil og koma svo með svona loforð 20 dögum fyrir kosningar. Er hægt að treysta því að þeir sem bjóða sig fram fyrir Bjarta framtíð í Kópavogi styðji mál sem þeir börðust gegn þegar þeir voru fulltrúar Lista Kópavogsbúa?

-Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á