Er hægt að vera bæði með og á móti?

Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Hún er stundum skrýtin pólitíkin. Frambjóðandi í 2. sæti Bjartrar framtíðar í Kópavogi skrifar grein um húsnæðismál í bæjarblaðið Kópavog. Það er prýðisgrein og algjörlega í samræmi við þá stefnu sem við bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi höfum verið að fylgja eftir í bæjarstjórn undanfarin fjögur ár.

Listi Kópavogsbúa vann gegn lausnum í húsnæðismálum

Þessi sami frambjóðandi er einn af forystumönnum Lista Kópavogsbúa sem hefur einn flokka setið í meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs allt kjörtímabilið. Já – og flestir frambjóðendur Bjartrar framtíðar koma úr þeim sama ranni. Listi Kópavogsbúa hefur ekki stutt þær tillögur sem bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa flutt í bæjarstjórn um lausn á húsnæðisvandanum. Bæjarfulltrúi Lista Kópavogsbúa hefur m.a.s. sagt opinberlega að þegar hún var í meirihluta með Samfylkingunni hafi hún komið í veg fyrir framgang tillagna Samfylkingarinnar í húsnæðismálum. Í allan vetur hefur Listi Kópavogsbúa staðið þétt með bæjarstjóranum í þessum málum. Hann er, eins og flestir vita, bara á móti því að nokkur skapaður hlutur sé gerður fyrir þá sem leigja eða að byggður sé upp traustur leigumarkaður. Hann hefur margoft sagt að fólk eigi bara að kaupa sér íbúð.

Nýr jakki – ný skoðun?

Staðan í húsnæðismálum er orðin grafalvarleg og sveitarfélaginu ber að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að leysa málið. Það þarf að koma upp alvöru valkosti í húsnæðismálum þ.e. stöðugum og traustum leigumarkaði fyrir þá sem vilja fremur leigja en kaupa. Samfylkingin hefur verið í forystu þeirra sem vilja finna lausn á þessu máli í bæjarstjórn Kópavogs en Listi Kópavogsbúa sem nú heitir Björt framtíð hefur þvælst fyrir. Ég veit ekki – mér finnst þetta dálítíð skrýtið. Þvælast fyrir mikilvægu máli heilt kjörtímabil og koma svo með svona loforð 20 dögum fyrir kosningar. Er hægt að treysta því að þeir sem bjóða sig fram fyrir Bjarta framtíð í Kópavogi styðji mál sem þeir börðust gegn þegar þeir voru fulltrúar Lista Kópavogsbúa?

-Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð