Er þér alveg sama?

Samband íslenskra sveitarfélagaSveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí næstkomandi. Allir þeir sem náð hafa kosningaaldri eru hvattir til að nýta sér kosningarétt sinn og taka afstöðu. Kosningaþátttaka í síðustu kosningum, árið 2010 mældist sú lægsta í 40 ár þar sem aðeins rúmlega 70% mættu á kjörstað. Í öðrum norrænum ríkjum hefur sama þróun átt sér stað. Sífellt færri nýta sér kosningarréttinn.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur því hafið gagnvirka herferð til þess að vekja athygli á því að með atkvæði sínu getur fólk haft bein áhrif á hvernig nærumhverfi þess mótast næstu árin. Herferðin nefnist: Er þér alveg sama?

Gagnvirka herferðin setur áhorfandann að borði ásamt þremur ungmennum sem eru að skipuleggja óvænta veislu fyrir sameiginlegan vin. Hinsvegar eru þau aldrei sammála um hvernig standa eigi að málum, til dæmis með val á tónlist, útfærslu á stemmningu eða hvernig eigi nú að koma vininum á óvart. Þá er ábyrgð áhorfandans sú að velja og kjósa hvað eigi að gerast næst.

Myndböndin eru textuð á ensku, íslensku og pólsku.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar