Er þér alveg sama?

Samband íslenskra sveitarfélagaSveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí næstkomandi. Allir þeir sem náð hafa kosningaaldri eru hvattir til að nýta sér kosningarétt sinn og taka afstöðu. Kosningaþátttaka í síðustu kosningum, árið 2010 mældist sú lægsta í 40 ár þar sem aðeins rúmlega 70% mættu á kjörstað. Í öðrum norrænum ríkjum hefur sama þróun átt sér stað. Sífellt færri nýta sér kosningarréttinn.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur því hafið gagnvirka herferð til þess að vekja athygli á því að með atkvæði sínu getur fólk haft bein áhrif á hvernig nærumhverfi þess mótast næstu árin. Herferðin nefnist: Er þér alveg sama?

Gagnvirka herferðin setur áhorfandann að borði ásamt þremur ungmennum sem eru að skipuleggja óvænta veislu fyrir sameiginlegan vin. Hinsvegar eru þau aldrei sammála um hvernig standa eigi að málum, til dæmis með val á tónlist, útfærslu á stemmningu eða hvernig eigi nú að koma vininum á óvart. Þá er ábyrgð áhorfandans sú að velja og kjósa hvað eigi að gerast næst.

Myndböndin eru textuð á ensku, íslensku og pólsku.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð