Er vandamál í uppsiglingu meðal eldri borgara?

Bergljót Kristinsdóttir.
Bergljót Kristinsdóttir.

Hagstofa Íslands gefur út góðar áætlanir um þróun mannfjölda á Íslandi. Þessi gögn sýna að fjölgun í röðum eldri borgara á Íslandi, þ.e. 70 ára og eldri, verður um 31% á næstu tíu árum og um 85% á næstu tuttugu árum.  Á sama tíma mun fjölga um 8,5% í  aldurshópnum 40 – 65 ára næstu tíu árin og um 18,6% á næstu tuttugu árum.  Þessi mikla fjölgun í elsta hluta þjóðarinnar stafar bæði af því að við hann bætast stærstu fæðingarárgangar þjóðarinnar frá upphafi og lífaldur hækkar jafnt og þétt með betri lifnaðarháttum og góðu heilbrigðiskerfi.

Gera má ráð fyrir að um 10% af eldri borgurum á Íslandi búi í Kópavogi.  Í dag eru það um 3.100 manns.  Árið 2024 verða það 4.100 manns og árið 2034, 5.800 manns samkvæmt spám Hagstofunnar.

Í dag er enn treyst á það í þjóðfélaginu að börnin sjái um eldra fólkið eins og ávallt áður. Þegar börnunum fækkar og búseta þeirra dreifist um allan heim fer það skipulag að riðlast. Ekki er víst að kynslóð eftirstríðsáranna geti treyst á nærveru barna sinna í ellinni. Hvað er þá til ráða?

Ekki er að sjá að gert sé ráð fyrir búsetuúrræðum  fyrir 1.000 eldri borgara til viðbótar við þann fjölda sem fyrir er í Kópavogi á næstu 10 árum. Gera má ráð fyrir að stór hluti þeirra geti séð um sig sjálfur á sínu heimili með aðstoð bæjarfélagsins ef þarf. Gert er ráð fyrir 88 nýjum rýmum á hjúkrunarheimilinu í Boðaþingi og 95 öryggisíbúðum. Sunnuhlíð gæti jafnvel þurft að fækka plássum vegna kröfu um meira rými á hvern heimilismann. Engar aðrar nýbyggingar eru í sjónmáli hjá núverandi stjórn.

Samfylkingin vill tryggja að eldri borgarar Kópavogs geti gengið að þeirri þjónustu sem þeir þurfa, þegar þeir þurfa.
Samfylkingin vill tryggja að gert sé ráð fyrir fyrirséðri fjölgun í þessum hóp áður en vandinn er orðinn of mikill.
Samfylkingin vill gera eldri borgurum kleyft að búa á sínu heimili eins lengi og þeir óska og hafa getu til með því að tryggja þeim þá þjónustu sem þörf er á.

Ég er ein af þessari stóru kynslóð eftirstríðsáranna og vil gera allt sem ég get til að byrgja þennan brunn áður en ég dett ofan í hann.

Bergljót Kristinsdóttir skipar 7. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

2013-09-18-1797
4.1.1
2013-09-15-1787
Samkór Kópavogs.
Skák
Ragnar Ingi Danner
afmaeli
File0809
okkarkop