Erasmus styrkur til spjaldtölvuinnleiðingar

Kópavogsbær hefur hlotið styrk frá Erasmus+ að upphæð fimm milljónir króna og verður styrkurinn nýttur í þágu innleiðingar spjaldtölva í skólastarfi. Ætlunin er að styrkurinn verði nýttur til náms- og kynnisferðar til Odder í Danmörku, en þar hafa spjaldtölvur verið nýttar í skólastarfi með góðum árangri um nokkurra ára skeið. „Ljóst er að sækja má bæði kunnáttu og reynslu til Odder sem getur komið að góðum notum þegar spjaldtölvur verða innleiddar í grunnskólum Kópavogs,“ segir Björn Gunnlaugsson, verkefnastjóri spjaldtölvuinnleiðingar í Kópavogsbæ.

Alls var ríflega 400 milljónum krónar úthlutað til 39 Erasmus+ menntaverkefna um alla Evrópu með þátttöku nærri eitt hundrað skóla, fyrirtækja og stofnana.

Markmið Erasmus+ áætlunarinnar fyrir menntahlutann eru meðal annars að styðja verkefni sem miða að því að efla grunnþætti eins og læsi og stærðfræði, ýta undir sköpunargáfu og frumkvæði nemenda, vinna gegn brotthvarfi, innleiða upplýsingatækni og almennt efla gæði í menntun á öllum skólastigum og í atvinnulífi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Kristín Sævars
Kristinn Rúnar Kristinsson.
leikskoo10
umhverfi1
Stigamot
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Bjartri framtíð í Kópavogi.
Hjördís Ýr Johnson
Unknown-2_vefur_nytt
Fannborg heilsugæsla