Erasmus styrkur til spjaldtölvuinnleiðingar

Kópavogsbær hefur hlotið styrk frá Erasmus+ að upphæð fimm milljónir króna og verður styrkurinn nýttur í þágu innleiðingar spjaldtölva í skólastarfi. Ætlunin er að styrkurinn verði nýttur til náms- og kynnisferðar til Odder í Danmörku, en þar hafa spjaldtölvur verið nýttar í skólastarfi með góðum árangri um nokkurra ára skeið. „Ljóst er að sækja má bæði kunnáttu og reynslu til Odder sem getur komið að góðum notum þegar spjaldtölvur verða innleiddar í grunnskólum Kópavogs,“ segir Björn Gunnlaugsson, verkefnastjóri spjaldtölvuinnleiðingar í Kópavogsbæ.

Alls var ríflega 400 milljónum krónar úthlutað til 39 Erasmus+ menntaverkefna um alla Evrópu með þátttöku nærri eitt hundrað skóla, fyrirtækja og stofnana.

Markmið Erasmus+ áætlunarinnar fyrir menntahlutann eru meðal annars að styðja verkefni sem miða að því að efla grunnþætti eins og læsi og stærðfræði, ýta undir sköpunargáfu og frumkvæði nemenda, vinna gegn brotthvarfi, innleiða upplýsingatækni og almennt efla gæði í menntun á öllum skólastigum og í atvinnulífi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að