Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að áætluninni. Þannig hefur verklagið verið undanfarin sex ár og var það tekið upp að tillögu Samfylkingarinnar.

Tekjufall

Vegna Covid hefur orðið tekjufall hjá Kópavogsbæ á þessu ári og munu  skatttekjur nánast standa í stað á árinu 2021. Launahækkanir verða allnokkrar eftir kjarasamninga og var ekki vanþörf á enda margt af lægst launaðasta starfsfólki á Íslandi, starfsfólk hjá sveitarfélögunum. Laun og launatengd gjöld verða tæplega 58% af rekstrartekjum sem er það hæsta sem við höfum séð í Kópavogi síðustu 6 árin. Annar rekstrarkostnaður sem hlutfall af rekstrartekjum fer upp í rúmlega 35%. Félagsþjónustan vex með aukinni eftirspurn og við þeirri aukningu þarf að bregðast.

Enginn niðurskurður

Bæjarfulltrúar voru sammála um að ekki væri skynsamlegt að skera niður í framkvæmdum og þjónustu. Framkvæmdir verða svipaðar eða um 3,8 milljarðar. Milljarður fer í byggingu Kársnesskóla. Kópavogur hefur skilað myndarlegum afgangi, en á næsta ári mun reksturinn ekki standa undir sér. Tap á A-hlutanum er áætlað 887 milljónir og tap á samstæðunni (A+B hluta) er áætlað 575 milljónir. Í B-hluta koma inn tekjur af vatnsveitu og fráveitu Kópavog sem lækkar tapið. Taprekstur áranna 2020, 21 og 22 verður fjármagnaður með lánum og munu skuldir Kópavogs aukast úr 44 milljörðum í 49 milljarða. Þessar gríðarmiklu skuldir eru draugar fortíðarinnar og hluti þeirra tilkomnar vegna rangra ákvarðana í rekstri Kópavogs fyrr á árum.

Ekki sambærileg fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlunin er ekki sambærileg við fyrri  fjárhagsáætlanir Kópavogsbæjar. Ástæðan er að nú eru settar inn í áætlunina óreglulegar tekjur vegna áætlaðrar lóðasölu upp á 500 milljónir. Óreglulegar tekjur hafa ekki verið settar inn í fjárhagsáætlanir frá hruni, sem gerir fjárhagsáætlunina fyrir árið 2021 ekki sambærilega. Ef þessar óreglulegu tekjur hefðu ekki verið teknar inn hefði áætlunin sýnt tap upp á rúmlega milljarð króna.

Hvar stendur Kópavogur?

Kópavogur er öflugt sveitarfélag og mun komast í gegnum dýfuna vegna Covid. Heimilin og atvinnulífið munu taka vel við sér og það muni birta til í lífi Kópavogsbúa.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér