Eru skólamálin í 1. sæti?

Bjarni Antonsson, foreldri í Kópavogi.
Bjarni Antonsson, foreldri.

Nú þegar kosningarnarnar nálgast þá keppast frambjóðendur við að setja skólamálin í fyrsta sæti. Þegar spurt er hvernig þeir ætla að bæta skólana þá endurspegla svörin oft þekkingarleysi þeirra um skólamál. Dæmi um svör sem ég hef séð fyrir þessar kosningar eru til dæmis að kaupa spjaldtölvur, betri borð, stóla með pumpu, þráðlaust net, fleiri tölvur, betri skólalóð og fleira í þessum dúr. Það er líka algengt að Pisa kannanirnar komi inn í umræðuna og slakur árangur íslenskra barna í alþjóðlegum könnunum. Þá vantar ekki stóru orðin hjá sveitarstjórnarmönnum. Þeir ætla að komast að því hvað veldur þessum slaka árangri og lofa bótum hið snarasta.

Ég efast um að sveitastjórnarmenn viti í raun hvernig ástandið er í skólunum. Nú er farið að nota heyrnarhlífar á börnin til að verja þau frá hávaðanum í skólastofunum. Í sumum skólum eru kennarar komnir með hljóðkerfi til að magna upp röddina svo allir heyri í þeim þrátt fyrir hávaðann. Kennari má ekki taka síma af nemanda á skólatíma ef hann er að leika sér í símanum því þá brýtur hann á eignarrétti nemandans sem er sterkari en réttur kennarans til að halda uppi aga. Kennari má ekki vísa nemanda úr tíma þótt hann hindri það að hægt sé að halda uppi kennslu. Þannig er réttur nemenda, sem ekki nennir að læra og veldur ítrekað truflun í tíma, sterkari heldur en réttur hinna 25 í bekknum sem vilja læra. Svona einstaklingur getur haldið bekknum í gíslingu í 10 ár án þess að nokkuð sé hægt að gera.

Skólastjóri má ekki vísa nemanda úr skóla þótt hann hafi reynt að kveikja í skólanum og það sama á við um nemanda sem hefur beitt kennarann sinn svo miklu ofbeldi að hann er frá vinnu. Við höfum nýlegt dæmi úr Norðlingaskóla þar sem kennari var hrakinn frá störfum vegna þess að einhver hringdi nafnlaust og ásakaði hann um sakhæft athæfi sem átti við engin rök að styðjast.  Á hverju ári þekki ég nokkra kennara sem hætta og snúa sér að öðrum störfum útaf ástandinu í skólunum. Ég dáist af því fólki sem vinnur í grunnskólunum í dag við þær aðstæður sem þar eru.

Framkoma sveitastjórnarmanna við kennara hefur verið til skammar frá því að sveitarfélögin tóku við grunnskólunum og skilningur þeirra á starfi kennara er lítill. Það sést best í nýgerðum kjarasamningi við kennara. Nú getur skólastjóri skikkað kennara til að kenna tveimur bekkjum samtímis ef kennarinn er veikur. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig kennslan er þegar einn kennari fer að kenna 50 nemendum samtímis í tveimur stofum. Eru foreldrar sáttir við að þeirra barn fái svona kennslu/gæslu? Þarna skapast kjörið tækifæri til eineltis og hver er ábyrgur ef eitthvað kemur fyrir og kennarinn er ekki til staðar? Einnig leiðir þessi samningur til þess að kennarar sem eru 60 ára og eldri munu þurfa að auka við sig kennslu um 36 tíma á mánuði!

Sveitastjórnarmenn þurfa að opna augun fyrir því að það eru ekki flottar byggingar, góðir stólar, hækkanleg borð og spjaldtölvur sem munu bæta árangur barnanna okkar í Pisa. Heldur er það mannauðurinn í skólanum sem mun gera það. Fyrsta skrefið væri að byrja á því að leita til kennaranna, sem eru sérfræðingar á sínu sviði, og finna í samráði við þá leiðir til að bæta skólana. Í staðin virðast sveitastjórnarmenn skoða Excel skjöl og stjórna eftir þeim. Helsta markmið sveitarstjórnarmanna fyrir kjarasamninga grunnskólakennara var að hætta að borga kennurum fyrir forfallakennslu og afnema kennsluafslátt elstu kennaranna sem gæti þýtt fækkun upp á 200-300 kennarastöður á landsvísu. Þarna er ekki verið að bæta skólastarf eða verið að hugsa um hag barnanna okkar, þarna er fyrst og fremst verið að hugsa um að spara krónur.

Hvernig eigum við foreldrar að taka þá sveitarstjórnarmenn alvarlega, sem segjast leggja mesta áherslu á að bæta skólana í komandi kosningum, á sama tíma og þeir eru nýbúnir að skrifa undir samning sem mun leiða af sér verri þjónustu fyrir börnin okkar?

-Bjarni Antonsson, foreldri.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að