Evrópsk samgönguvika í Kópavogi

Mynd: Stocksnap.io

Bryddað er upp á fjölmörgum viðburðum í Kópavogi í evrópskri samgönguviku sem hefst miðvikudaginn 16. september og stendur til þriðjudagsins 22. september. Dagskrá vikunnar hefst með síðsumargöngu um austari hluta Kópavogsdals síðdegis á miðvikudag en formleg setning er þá um kvöldið þegar kveikt verður á lerki í Kópavogsdal og lýsingu vð Smáralind. Á fimmtudagsmorgni hjóla nemendur í Kópavogi á milli skóla og er íbúum boðið að taka þátt í þeim viðburði. Á föstudag er svo málþingið Hjólum til framtíðar sem fjallar um vistvænar samgöngur. Það er haldið í fyrsta sinn í Kópavogi og fer fram í Smárabíó. Aðstandendur málsþingsins eru Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi í samstarfi við sveitarfélögin á landinu. Á laugardag og sunnudag verður kynning á fjölbreytilegum ferðamátum í Smáralind, rafbílum, vespum, reiðhjólum og fatnaði. Á mánudag er boðið í hjólahring í Kópavogi, sem merktur hefur verið í samstarfi Kópavogs og höfuðborgarstofu. Loks er frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu á bíllausa deginum, þriðjudeginum 22. september.

samgonguvika

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,