Evrópsk samgönguvika í Kópavogi

Bryddað er upp á fjölmörgum viðburðum í Kópavogi í evrópskri samgönguviku sem hefst miðvikudaginn 16. september og stendur til þriðjudagsins 22. september. Dagskrá vikunnar hefst með síðsumargöngu um austari hluta Kópavogsdals síðdegis á miðvikudag en formleg setning er þá um kvöldið þegar kveikt verður á lerki í Kópavogsdal og lýsingu vð Smáralind. Á fimmtudagsmorgni hjóla nemendur í Kópavogi á milli skóla og er íbúum boðið að taka þátt í þeim viðburði. Á föstudag er svo málþingið Hjólum til framtíðar sem fjallar um vistvænar samgöngur. Það er haldið í fyrsta sinn í Kópavogi og fer fram í Smárabíó. Aðstandendur málsþingsins eru Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi í samstarfi við sveitarfélögin á landinu. Á laugardag og sunnudag verður kynning á fjölbreytilegum ferðamátum í Smáralind, rafbílum, vespum, reiðhjólum og fatnaði. Á mánudag er boðið í hjólahring í Kópavogi, sem merktur hefur verið í samstarfi Kópavogs og höfuðborgarstofu. Loks er frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu á bíllausa deginum, þriðjudeginum 22. september.

samgonguvika

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér