Evrópsk samgönguvika í Kópavogi

Mynd: Stocksnap.io

Bryddað er upp á fjölmörgum viðburðum í Kópavogi í evrópskri samgönguviku sem hefst miðvikudaginn 16. september og stendur til þriðjudagsins 22. september. Dagskrá vikunnar hefst með síðsumargöngu um austari hluta Kópavogsdals síðdegis á miðvikudag en formleg setning er þá um kvöldið þegar kveikt verður á lerki í Kópavogsdal og lýsingu vð Smáralind. Á fimmtudagsmorgni hjóla nemendur í Kópavogi á milli skóla og er íbúum boðið að taka þátt í þeim viðburði. Á föstudag er svo málþingið Hjólum til framtíðar sem fjallar um vistvænar samgöngur. Það er haldið í fyrsta sinn í Kópavogi og fer fram í Smárabíó. Aðstandendur málsþingsins eru Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi í samstarfi við sveitarfélögin á landinu. Á laugardag og sunnudag verður kynning á fjölbreytilegum ferðamátum í Smáralind, rafbílum, vespum, reiðhjólum og fatnaði. Á mánudag er boðið í hjólahring í Kópavogi, sem merktur hefur verið í samstarfi Kópavogs og höfuðborgarstofu. Loks er frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu á bíllausa deginum, þriðjudeginum 22. september.

samgonguvika

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar