Eysteinn Pétur nýr framkvæmdastjóri Breiðabliks

Eysteinn Pétur Lárusson.
Eysteinn Pétur Lárusson

Eysteinn Pétur Lárusson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Breiðabliks og mun hann hefja störf 1. apríl n.k. Eysteinn tekur við af Kristjáni Jónatanssyni sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Beiðabliks síðustu 21 ár. Eysteinn hefur verið framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Breiðabliks fá 2013 en hann hefur víðtæka reynslu af rekstri íþróttafélaga. Hann var framkvæmdastjóri Hvatar og USAH á Blönduósi og þá starfaði hann á árunum 2007 til 2011 fyrir Þrótt Reykjavík fyrst sem íþróttastjóri og síðar sem framkvæmdastjóri félagsins.

Eysteinn, sem er kennari að mennt, hefur jafnframt A gráðu í þjálfun frá KSÍ ásamt víðtækri reynslu af þjálfun. Eysteinn stundar meistaranám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst samhliða vinnu. Hann er kvæntur Brynhildi Olgu Haraldsdóttur og þau eiga saman þrjá stráka; Rúnar Ingi (fæddur 2003), Haraldur Björgvin (fæddur 2006) og Lárus Orri (fæddur 2010).

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Screenshot-2022-02-12-at-10.53.45
Bergljot Kristinsdottir
Aron Hlynur Aðalheiðarsson
kfrettir_200x200
Sigurbjorg-1
Sigríður Ólafsdóttir
Sólstöðuhátíð leikskólanna Núps og Dals.
Gunnlaugur Björnsson
GIG1