Eysteinn Pétur nýr framkvæmdastjóri Breiðabliks

Eysteinn Pétur Lárusson.
Eysteinn Pétur Lárusson

Eysteinn Pétur Lárusson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Breiðabliks og mun hann hefja störf 1. apríl n.k. Eysteinn tekur við af Kristjáni Jónatanssyni sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Beiðabliks síðustu 21 ár. Eysteinn hefur verið framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Breiðabliks fá 2013 en hann hefur víðtæka reynslu af rekstri íþróttafélaga. Hann var framkvæmdastjóri Hvatar og USAH á Blönduósi og þá starfaði hann á árunum 2007 til 2011 fyrir Þrótt Reykjavík fyrst sem íþróttastjóri og síðar sem framkvæmdastjóri félagsins.

Eysteinn, sem er kennari að mennt, hefur jafnframt A gráðu í þjálfun frá KSÍ ásamt víðtækri reynslu af þjálfun. Eysteinn stundar meistaranám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst samhliða vinnu. Hann er kvæntur Brynhildi Olgu Haraldsdóttur og þau eiga saman þrjá stráka; Rúnar Ingi (fæddur 2003), Haraldur Björgvin (fæddur 2006) og Lárus Orri (fæddur 2010).

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar