Eysteinn Pétur nýr framkvæmdastjóri Breiðabliks

Eysteinn Pétur Lárusson.
Eysteinn Pétur Lárusson

Eysteinn Pétur Lárusson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Breiðabliks og mun hann hefja störf 1. apríl n.k. Eysteinn tekur við af Kristjáni Jónatanssyni sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Beiðabliks síðustu 21 ár. Eysteinn hefur verið framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Breiðabliks fá 2013 en hann hefur víðtæka reynslu af rekstri íþróttafélaga. Hann var framkvæmdastjóri Hvatar og USAH á Blönduósi og þá starfaði hann á árunum 2007 til 2011 fyrir Þrótt Reykjavík fyrst sem íþróttastjóri og síðar sem framkvæmdastjóri félagsins.

Eysteinn, sem er kennari að mennt, hefur jafnframt A gráðu í þjálfun frá KSÍ ásamt víðtækri reynslu af þjálfun. Eysteinn stundar meistaranám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst samhliða vinnu. Hann er kvæntur Brynhildi Olgu Haraldsdóttur og þau eiga saman þrjá stráka; Rúnar Ingi (fæddur 2003), Haraldur Björgvin (fæddur 2006) og Lárus Orri (fæddur 2010).

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem