Færri þurftu fjárhagsaðstoð

Ársskýrsla velferðarsviðs fyrir árið 2014 er komin út. Í henni eru teknar saman allar helstu upplýsingar um félagsþjónustu í Kópavogsbæ, umfang og áherslur.

Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er  að færri þurftu á fjárhagsaðstoð að halda árið 2014 en 2013, eða 603 í stað 674. Meginskýring er batnandi atvinnuástand, en einnig breytt verklag við afgreiðslu umsókna um fjárhagsaðstoð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ.  

Áhersla hefur verið lögð á samspil endurhæfingaráætlana og ráðgjafar í Atvinnuveri fyrir þá sem eru vinnufærir. Það hefur  skilað sér í góðum árangri fyrir notendur sem margir hverjir hafa orðið virkir þátttakendur í atvinnulífinu eða viðeigandi endurhæfingarúrræðum. Á árinu voru 106 útskriftir úr Atvinnuverinu og fóru 46% þeirra í vinnu á atvinnumarkaði en 19% einstaklinga voru metnir óvinnufærir.

Alls fengu 267 íbúar bæjarins þjónustu samkvæmt lögum um málefni fatlaðra, en árið  2014 er fjórða árið sem sveitarfélög annast og bera ábyrgð á slíkri þjónustu. Liðveiðsla við fatlaða hefur aukist um 80% frá árinu 2011. Þörfin fyrir þjónustuna er mikil og talið er að hún muni aukast á næstu árum. Samkvæmt áætlun um uppbyggingu húsnæðisúrræða sem samþykkt var í félagsmálaráði á að byggja 66 íbúðir fyrir fatlaða á næstu tólf árum. Á árinu var hafist handa við endurbyggingu  sex íbúða heimilis í Dimmuhvarfi og byggingu 10 íbúða í Austurkór.

Kópavogsbúar eldri en 66 ára voru 3.673 í lok árs 2014 og fjölgar þeim hlutfallslega hraðar en öðrum aldurshópum. Um 17% þessa aldurshóps nýtir sér að jafnaði heimaþjónustu, en alls nutu 850 heimili slíkrar þjónustu á árinu. Í bæjarfélaginu eru alls 124 hjúkrunarrými og 68 dagdvalarrými. Í skýrslunni kemur fram að vegna fjölgunar aldraðra og minna ráðstöfunarfé ríkisins til málaflokksins sé kominn meiri þrýstingur á sveitarfélög um aukin útgjöld til málaflokksins. Því sé enn nauðsynlegra en fyrr að ríki og bæjarfélag auki samvinnu sína og samhæfi enn frekar alla þjónustu sem fyrir er.

Barnavernd Kópavogs bárust 774 tilkynningar á árinu sem er talsverð aukning miðað við síðastliðin tvö ár. Árið 2013 voru tilkynningarnar 717 og 719 árið 2012. Barnaverndarnefnd fundaði 8 sinnum á árinu og fjallaði sérstaklega um alvarlegar aðstæður 13 barna. Velferðarsviðið bindur miklar vonir við svokallaða uppeldisráðgjöf Áttunnar, það er þjónustu við börn og foreldra á heimilum þeirra og hefur árangur ráðgjafarinnar sannað mikilvægi vitt. Vonast er til að þessi þjónusta geti aukist þannig að hún verði markviss hluti af öllu barnaverndarstarfi stofnunarinnar. 

Ársskýrslu velferðarsviðs er að finna á vef Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér