• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

Fagleg og gagnsæ vinnubrögð
ritstjorn
22/10/2020
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.

Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin. Almenningur þarf að geta tekið upplýstar ákvarðanir og veitt kjörnum fulltrúum nauðsynlegt aðhald. Með því að auka gagnsæi eflum við bæði skilvirkni og traust til stjórnsýslunnar. Vantraust, hvort sem það er verðskuldað eða ekki, dregur nefnilega í sjálfu sér úr möguleikum til að ná árangri.

Þess vegna er eitt helsta baráttumál okkar Pírata að auka gagnsæi í stjórnsýslunni.

Á þessu kjörtímabili höfum við unnið ötullega að því markmiði í Kópavogi með góðum árangri. Á næstu vikum er ráðgert að almenningur geti nálgast upplýsingar um laun og aðrar greiðslur til kjörinna fulltrúa á skýran og aðgengilegan hátt á vef bæjarins. Jafnframt er unnið að útfærslu birtingu fylgigagna með öllum fundargerðum bæjarstjórnar og fastanefnda, en með þeirri aðgerð tryggjum við aðgengi almennings að þeim upplýsingum sem ákvarðanir bæjaryfirvalda byggja á.

Um þessar mundir vinnur bæjarstjórn Kópavogs að því löngu tímabæra verkefni að setja reglur um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa, en fram að þessu hafa engar slíkar verið til staðar hér.

Trúverðugleiki og traust almennings byggir á því að fólk geti trúað því að kjörnir fulltrúar misnoti ekki aðstöðu sína. Við höfum aðgang að opinberum gæðum umfram aðra borgara og getum því verið í aðstöðu til að nýta þau í eigin þágu, tengdra aðila eða til að þjóna öðrum sérhagsmunum.
Almennt er það á ábyrgð kjörinna fulltrúa sjálfra að meta hvort hagsmunatengsl þeirra séu þess eðlis að nauðsynlegt sé til dæmis að segja sig frá meðferð mála. Eins og dæmin hafa sýnt okkur er þó sterk tilhneiging til þess að gera lítið úr eigin tengslum og oft treystir fólk sér til að fjalla á hlutlausan hátt um mál þrátt fyrir að mikilvæg tengsl við málsaðila séu til staðar. En það er ásýndin sem skiptir öllu máli þegar um mögulega hagsmunaárekstra er að ræða. Spurningin getur því ekki verið sú hversu vel einstaklingurinn treystir sjálfum sér, heldur hvernig tengslin blasa við öðrum.

Við höfum séð svart á hvítu hvernig gagnsæi getur bæði sparað háar fjárhæðir hjá hinu opinbera og aukið skilvirkni. Þannig drógust greiðslur til þingmanna vegna aksturs verulega saman eftir að ákveðið var að birta þær á vef Alþingis í kjölfar þess að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á þeim. Í fyrra námu greiðslur til þingmanna vegna notkunar eigin bifreiðar aðeins 14 prósent af því sem þær gerðu árið 2017. Þá hefur mæting þingmanna á nefndarfundi batnað stórlega eftir að Björn Leví hóf að fylgjast með og halda utan um hana – að meðaltali skrópa þingmenn núna helmingi minna en áður!

Árangurinn af gagnsæi er ótvíræður. Þess vegna þreytast Píratar ekki á að vinna að umbótum þess á öllum vígstöðvum!

EfnisorðfeaturedSigurbjörg Erlaumræðan
Aðsent
22/10/2020
ritstjorn

EfnisorðfeaturedSigurbjörg Erlaumræðan

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi

    Árið 2015 var tekin ákvörðun um að Kópavogsbær gerðist heilsueflandi samfélag. Til að raungera þau markmið var...

    ritstjorn 24/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.