Fagna byggingu nýs Kársnesskóla

Nemendur úr Kársnesskóla og leikskólabörn komu saman í byrjum haustannar ásamt bæjarstjóra, bæjarstjórn Kópavogs og fulltrúum Kársnesskóla í tilefni þess að framkvæmdir eru hafnar við nýjan Kársnesskóla við Skólagerði.

Nýr skóli við Skólagerði mun hýsa leikskóla og nemendur í 1.til 4.bekk Kársnesskóla. Stefnt er að því að skólinn verði tekinn í notkun árið 2023.
Fulltrúar barna í 1.bekk og fulltrúar leikskólabarna afhentu bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, myndir af draumaskólanum sínum. Þá tók kór Kársnesskóla lagið ásamt leikskólabörnum og börnum úr 1.bekk.

Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla, bauð gesti velkomna og sagði mikla eftirvæntingu ríkja vegna nýs skóla. „Það verður mjög spennandi að hafa leik- og grunnskóla saman sem gefur tækifæri til nýjunga í skólastarfi okkar,“ sagði Björg.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og  Margrét Friðriksdóttir, formaður menntaráðs og forseti bæjarstjórnar ávörpuðu gesti og sögðu fagnaðarefni að framkvæmdir væru hafnar. 

„Það var stór ákvörðun að rífa gamla skólann við Skólagerði, en það varð niðurstaðan eftir greiningu málsins og ég tel það góða lausn. Samastaða og einhugur hefur ríkt um verkefnið og langar mig að þakka skólasamfélaginu, bæjarstjórn og starfsfólki fyrir góða vinnu. Hér mun rísa glæsileg bygging sem verður miðpunktur samfélagsins á Kársnesi,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson. 

„Skólasamfélagið hefur sýnt einstakan sveigjanleika og umburðarlyndi undanfarin ár og það verður gleðilegt að fylgjast með nýjum skóla sem við væntum að komi til móts við allt það nýjasta í kennslufræði og aðbúnaði fyrir börn og starfsfólk,“ sagði Margrét Friðriksdóttir.

Kársnesskóli við Skólagerði var rýmdur vorið 2017 vegna raka- og mygluskemmda og var afráðið að rífa húsnæði skólans og byggja nýtt. 

Skipaður var stýrihópur sem meðal annars vann þarfagreiningu fyrir nýtt skólahúsnæði. Hópurinn stóð fyrir málþingum með nemendum, starfsfólki, foreldrum og nærsamfélagi og var afrakstur þeirra nýttur til undirbúnings að hönnun á nýju húsnæði sem verður úr timbri og fyrsta skólahúsnæði landsins sem verður Svansvottað. 

Mannvit sá um hönnun í samstarfi við Batteríið en verktakafyrirtækið Rizziani de Eccher sér um byggingu húsnæðisins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

myndir-okkar-kopavogur-019
Hronn
Þór Jónsson
karen 2014 3
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Sigurbjorg-1
Jólatré á Hálsatorgi
17juni74
Kópavogur