• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Fagna byggingu nýs Kársnesskóla

Fagna byggingu nýs Kársnesskóla
ritstjorn
06/10/2021

Nemendur úr Kársnesskóla og leikskólabörn komu saman í byrjum haustannar ásamt bæjarstjóra, bæjarstjórn Kópavogs og fulltrúum Kársnesskóla í tilefni þess að framkvæmdir eru hafnar við nýjan Kársnesskóla við Skólagerði.

Nýr skóli við Skólagerði mun hýsa leikskóla og nemendur í 1.til 4.bekk Kársnesskóla. Stefnt er að því að skólinn verði tekinn í notkun árið 2023.
Fulltrúar barna í 1.bekk og fulltrúar leikskólabarna afhentu bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, myndir af draumaskólanum sínum. Þá tók kór Kársnesskóla lagið ásamt leikskólabörnum og börnum úr 1.bekk.

Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla, bauð gesti velkomna og sagði mikla eftirvæntingu ríkja vegna nýs skóla. „Það verður mjög spennandi að hafa leik- og grunnskóla saman sem gefur tækifæri til nýjunga í skólastarfi okkar,“ sagði Björg.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og  Margrét Friðriksdóttir, formaður menntaráðs og forseti bæjarstjórnar ávörpuðu gesti og sögðu fagnaðarefni að framkvæmdir væru hafnar. 

„Það var stór ákvörðun að rífa gamla skólann við Skólagerði, en það varð niðurstaðan eftir greiningu málsins og ég tel það góða lausn. Samastaða og einhugur hefur ríkt um verkefnið og langar mig að þakka skólasamfélaginu, bæjarstjórn og starfsfólki fyrir góða vinnu. Hér mun rísa glæsileg bygging sem verður miðpunktur samfélagsins á Kársnesi,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson. 

„Skólasamfélagið hefur sýnt einstakan sveigjanleika og umburðarlyndi undanfarin ár og það verður gleðilegt að fylgjast með nýjum skóla sem við væntum að komi til móts við allt það nýjasta í kennslufræði og aðbúnaði fyrir börn og starfsfólk,“ sagði Margrét Friðriksdóttir.

Kársnesskóli við Skólagerði var rýmdur vorið 2017 vegna raka- og mygluskemmda og var afráðið að rífa húsnæði skólans og byggja nýtt. 

Skipaður var stýrihópur sem meðal annars vann þarfagreiningu fyrir nýtt skólahúsnæði. Hópurinn stóð fyrir málþingum með nemendum, starfsfólki, foreldrum og nærsamfélagi og var afrakstur þeirra nýttur til undirbúnings að hönnun á nýju húsnæði sem verður úr timbri og fyrsta skólahúsnæði landsins sem verður Svansvottað. 

Mannvit sá um hönnun í samstarfi við Batteríið en verktakafyrirtækið Rizziani de Eccher sér um byggingu húsnæðisins.

Efnisorðfeaturedframkvæmdirkársneskársnesskóli
Fréttir
06/10/2021
ritstjorn

Efnisorðfeaturedframkvæmdirkársneskársnesskóli

Meira

  • Lesa meira
    Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn

    Áttaviti til árangurs er heitið á málefnasáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs fyrir næsta kjörtímabil. Leiðarstefið...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Nýr meirihluti í bæjarstjórn

    Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður bæjarstjóri í meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokks, verður formaður...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri

    Ármann Kr. Ólafsson hélt sína síðustu ræðu í bæjarstjórn Kópavogs á 1258.fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var þriðjudaginn...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Formlegar viðræður hafnar í Kópavogi

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa rætt saman síðustu daga og farið yfir áherslur flokkanna. Þetta...

    ritstjorn 19/05/2022
  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Vinir Kópavogs vara við harmleik

    Auglýsing sem Vinir Kópavogs hafa birt á samfélagsmiðlum hefur vakið athygli. Þar er varað við harmleik í...

    ritstjorn 03/05/2022
  • Lesa meira
    Geir Ólafs lofar stemningu í Kópavogi

    Stórsöngvarinn Geir Ólafsson ætlar sér stóra hluti í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann skipar 2. sæti á lista...

    ritstjorn 02/05/2022
  • Lesa meira
    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs 2021

    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs fyrir árið 2021 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um miðjan mánuðinn. Í skýrslunni er fjallað...

    ritstjorn 27/04/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi Egill sækist eftir 2.-.3- sæti í prókjöri Sjálfstæðisflokksins
    Aðsent10/03/2022
  • Gerum gott samfélag enn betra
    Aðsent10/03/2022
  • Kæri bæjarbúi
    Aðsent10/03/2022
  • Útibú Landsbankans í Hamraborg 30 ára
    Fréttir10/03/2022
  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.