Fanndís og Jón Margeir íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs

Frá vinstri: Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Jón Margeir Sverrisson, íþróttakarl Kópavogs, Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Fanndísar Friðriksdóttur og Jón Finnbogason, formaður íþróttaráðs Kópavogsbæjar.

Fanndís Friðriksdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Ösp/Fjölni voru kjörin íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs fyrir árið 2015.

Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Íþróttahúsi  Smárans 11. janúar. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ.

Jón Margeir og Fanndís voru valin úr hópi 41 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.

Flokkur ársins 2015 var meistaraflokkur Breiðabliks í knattspyrnu kvenna sem fékk viðurkenningu á hátíðinni auk íþróttafólks 13 ára og eldri sem skaraði framúr árið 2015.

Fanndís Friðriksdóttir
Fanndís átti einstaklega góðu gengi að fagna á liðnu tímabili ásamt liðsfélögum sínum í kvennaliði Breiðabliks í knattspyrnu. Liðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu með miklum yfirburðum, fór taplaust í gegnum mótið og sigraði í sextán af átján leikjum sínum. Óhætt er að segja að Fanndís hafi spilað lykilhlutverk í árangri liðsins enda var hún valinn besti leikmaður Íslandsmótsins í lok tímabils.  Þar fyrir utan varð hún einnig  markahæsti leikmaður mótsins, skoraði 19 mörk í 18 leikjum. Fanndís var einnig fastamaður í kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem spilaði vel á árinu og hefur sigrað fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2017.  

Jón Margeir Sverrisson
Jón Margeir náði frábærum árangri á liðnu ári. Hann varð Íslands- og bikarmeistari í fjölda greina auk þess að setja 7 ný Íslandsmet. Hann var í hörkuformi á opna þýska meistaramótinu um miðjan apríl þar sem hann vann til gullverðlauna í 200 og 400 metra skriðsundi og setti um leið tvö ný heimsmet. Á Heimsmeistaramótinu í Glasgow vann Jón Margeir til silfurverðlauna í 200 metra skriðsundi. Í lok ársins keppti hann svo á sterku móti í Sao Palo í Brasilíu þar sem hann vann til þriggja gullverðlauna. Jón Margeir er búin að tryggja sér þátttöku á Ólympíuleikum fatlaðra í Brasilíu 2016 og undirbýr sig nú af kappi fyrir þá keppni.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

284329322_10159773288846131_5012875700721920514_n
Hjordis
WP_20141010_10_58_21_Pro__highres
Sigurbjorg-1
piratar_logo-1
IMG_3249
Jóhannes Birgir Jensson
1897935_711446095578971_6609896742284474007_n
Ómar Stefánsson