• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Íþróttir

Fanndís og Jón Margeir íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs

Fanndís og Jón Margeir íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs
ritstjorn
11/01/2016

Fanndís Friðriksdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Ösp/Fjölni voru kjörin íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs fyrir árið 2015.

Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Íþróttahúsi  Smárans 11. janúar. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ.

Jón Margeir og Fanndís voru valin úr hópi 41 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.

Flokkur ársins 2015 var meistaraflokkur Breiðabliks í knattspyrnu kvenna sem fékk viðurkenningu á hátíðinni auk íþróttafólks 13 ára og eldri sem skaraði framúr árið 2015.

Fanndís Friðriksdóttir
Fanndís átti einstaklega góðu gengi að fagna á liðnu tímabili ásamt liðsfélögum sínum í kvennaliði Breiðabliks í knattspyrnu. Liðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu með miklum yfirburðum, fór taplaust í gegnum mótið og sigraði í sextán af átján leikjum sínum. Óhætt er að segja að Fanndís hafi spilað lykilhlutverk í árangri liðsins enda var hún valinn besti leikmaður Íslandsmótsins í lok tímabils.  Þar fyrir utan varð hún einnig  markahæsti leikmaður mótsins, skoraði 19 mörk í 18 leikjum. Fanndís var einnig fastamaður í kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem spilaði vel á árinu og hefur sigrað fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2017.  

Jón Margeir Sverrisson
Jón Margeir náði frábærum árangri á liðnu ári. Hann varð Íslands- og bikarmeistari í fjölda greina auk þess að setja 7 ný Íslandsmet. Hann var í hörkuformi á opna þýska meistaramótinu um miðjan apríl þar sem hann vann til gullverðlauna í 200 og 400 metra skriðsundi og setti um leið tvö ný heimsmet. Á Heimsmeistaramótinu í Glasgow vann Jón Margeir til silfurverðlauna í 200 metra skriðsundi. Í lok ársins keppti hann svo á sterku móti í Sao Palo í Brasilíu þar sem hann vann til þriggja gullverðlauna. Jón Margeir er búin að tryggja sér þátttöku á Ólympíuleikum fatlaðra í Brasilíu 2016 og undirbýr sig nú af kappi fyrir þá keppni.

Efnisorðefst á baugiíþróttamaður kópavogsíþróttir
Íþróttir
11/01/2016
ritstjorn

Efnisorðefst á baugiíþróttamaður kópavogsíþróttir

Meira

  • Lesa meira
    Knattspyrnufélagið Augnablik 40 ára

    Í ár eru 40 ár síðan nokkrir ungir menn komu saman í þáverandi félagsheimili Breiðabliks í gömlum...

    ritstjorn 24/04/2022
  • Lesa meira
    Tennis fyrir Úkraínu

    Tennissamband Íslands – TSÍ, Tennishöllin og allir tennisleikarar sem tóku þátt í tennismóti um helgina söfnuðu 310.000...

    ritstjorn 28/03/2022
  • Lesa meira
    Karatedeild Breiðabliks með 8 brons og tvö silfur á RIG

    Reykjavik International Games (RIG) fór fram í fimmtánda sinn dagana 29. janúar til 6. febrúar 2022 á...

    ritstjorn 12/02/2022
  • Lesa meira
    GKG Íslandsmeistarar 12 ára og yngri

    Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri fór fram í byrjun mánaðarins og var keppt á þremur keppnisstöðum,...

    ritstjorn 17/10/2021
  • Lesa meira
    Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK

    Á aðalfundi HK, sem fram fór undir lok marsmánaðar, bar það helst til tíðinda að Sigurjón Sigurðsson...

    ritstjorn 05/04/2021
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Sigurhátíð í Lindaskóla

    Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að Lindaskóli vann Skólahreystikeppnina í ár. Þetta er í...

    Auðun Georg Ólafsson 24/05/2019
  • Lesa meira
    Opið fyrir umsóknir á afrekssvið Menntaskólans í Kópavogi

    Nú er opið fyrir umsóknir á nýstofnuðu afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi. Nemendur sem skrá sig á sviðið...

    Auðun Georg Ólafsson 23/05/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir14/02/2022
  • Bergur Þorri sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum
    Aðsent12/02/2022
  • Ásdís vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
    Aðsent12/02/2022
  • Ómar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir02/02/2022
  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.