Fanndís og Jón Margeir íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs

Fanndís Friðriksdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Ösp/Fjölni voru kjörin íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs fyrir árið 2015.

Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Íþróttahúsi  Smárans 11. janúar. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ.

Jón Margeir og Fanndís voru valin úr hópi 41 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.

Flokkur ársins 2015 var meistaraflokkur Breiðabliks í knattspyrnu kvenna sem fékk viðurkenningu á hátíðinni auk íþróttafólks 13 ára og eldri sem skaraði framúr árið 2015.

Fanndís Friðriksdóttir
Fanndís átti einstaklega góðu gengi að fagna á liðnu tímabili ásamt liðsfélögum sínum í kvennaliði Breiðabliks í knattspyrnu. Liðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu með miklum yfirburðum, fór taplaust í gegnum mótið og sigraði í sextán af átján leikjum sínum. Óhætt er að segja að Fanndís hafi spilað lykilhlutverk í árangri liðsins enda var hún valinn besti leikmaður Íslandsmótsins í lok tímabils.  Þar fyrir utan varð hún einnig  markahæsti leikmaður mótsins, skoraði 19 mörk í 18 leikjum. Fanndís var einnig fastamaður í kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem spilaði vel á árinu og hefur sigrað fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2017.  

Jón Margeir Sverrisson
Jón Margeir náði frábærum árangri á liðnu ári. Hann varð Íslands- og bikarmeistari í fjölda greina auk þess að setja 7 ný Íslandsmet. Hann var í hörkuformi á opna þýska meistaramótinu um miðjan apríl þar sem hann vann til gullverðlauna í 200 og 400 metra skriðsundi og setti um leið tvö ný heimsmet. Á Heimsmeistaramótinu í Glasgow vann Jón Margeir til silfurverðlauna í 200 metra skriðsundi. Í lok ársins keppti hann svo á sterku móti í Sao Palo í Brasilíu þar sem hann vann til þriggja gullverðlauna. Jón Margeir er búin að tryggja sér þátttöku á Ólympíuleikum fatlaðra í Brasilíu 2016 og undirbýr sig nú af kappi fyrir þá keppni.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór