• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Mannlíf

Kópavogsheilsan: Ekki nóg að taka til í fataskápnum.

Kópavogsheilsan: Ekki nóg að taka til í fataskápnum.
ritstjorn
30/07/2013

Mig langar til að segja ykkur frá öðru boðorðinu mínu í dag. Mér finnst nefnilega þetta boðorð svo flott eins og dagurinn í dag er.

Sigga Karls, heilsuráðgjafi Kópavogsfrétta.

Sigga Karls, heilsuráðgjafi Kópavogsfrétta.

Fyrir 7 árum var ég ung, mjög leitandi og þéttvaxin dama. Mér leið ekki vel með sjálfa mig og var hálf týnd í tilverunni.  Ætli ég hafi ekki verið svona engill sem villst hafði í stórborg eins og Bubbi segir.

Eins og sannri leitandi konu sæmir þá leitaði ég til miðils. Hann sagði við mig að það væri sko alls ekki nóg að taka bara til í fataskápnum sínum endrum og eins, ég yrði að taka til í hjartanu. Ég horfði á miðilinn og í hroka mínum fannst mér hann bara furðufugl.

Þessi setning hljómar ennþá í hausnum á mér. Hvort sem miðlar vita eitthvað meira en við hin, veit ég ekki, en hitt veit ég að „furðufuglinn“ hitti naglann á höfuðið með þessum orðum. Ég fattaði það bara ekki þá.

Ég hafði alltaf átt mjög erfitt með að halda skipulagi á fataskápnum mínum. Það voru buxur í peysuhillunni, nærbuxur í sokkaskúffunni og helmingurinn af fötunum  í rúminu eða á gólfinu. Nokkrum sinnum á ári tók ég mig nú til og tók fataskápinn í gegn. Henti öllu á gólfið, þurrkaði allar hillur og raðaði skynsamlega aftur upp í fataskápinn. Nýtt upphaf. Svona skal þetta alltaf vera! Ég breytti af og til þannig að buxurnar væru vinstra megin og peysurnar hægra. Svo var ég stundum það villt að ég setti skyrtur við hliðina á kjólunum. Alltaf fór skápurinn samt í sama farið áður en langt um leið. Ég viðhélt aldrei skipulaginu.

Mér leið alveg eins í hjartanu. Ég safnaði rusli og óreiðu þar inni og á líkamann safnaði ég kílóum og bólum. Af og til tók ég mig nú á. Eins og með fataskápinn. Ég ákvað að taka mig á, hætti að borða sykur, hætti að drekka gos, sleppti öllu geri, drakk Herbalife shake-a, prófaði brennslutöflur, drakk bara ávaxtadjúsa, borðaði bara hrökkbrauð með eggjum, keypti mér EAS vörur, fór í spinning…. ég hélt þetta út í einhvern tíma.

En svo einn daginn var ég aftur komin í sama farið. Stóð í miðri fatahrúgunni með skítugan sokk í annarri hendinni og snickers í hinni. Með úfið hárið og kökk í hálsinum. Hvað gerðist?

Jú, ég var ekki tilbúin að gera þessar RÓTTÆKU breytingar ÆVILANGT.

Þá komum við að kjarna málsins. 2. Boðorð Siggu: Gerið bara þá hluti sem þið gætuð hugsað ykkur að gera ævilangt!

Ég var ekki tilbúin að drekka tvo shake-a á daga alla ævi. Ég var ekki tilbúin að sleppa sykri alla ævi. Ég var ekki tilbúin að hrista mér ávaxtasafa í öll mál alla ævi. Heldur ekki að fara í ræktina sjö sinnum í viku. Þá kom auðvitað sá dagur að ég gafst upp og fór í sama farið.

Hvað gat ég þá gert? Spurði ég sjálfa mig. Hvað ef ég VIÐHELD fataskápnum mínum skipulögðum? Einn dag í einu. Hvað ef ég set buxurnar sem ég var í þann daginn, bara aftur upp í hillu? Hvað ef ég set sokkana í óhreinatauið og brýt þá svo saman ofan í sokkaskúffuna? Hvað ef ég geri þetta bara ævilangt? Þá þarf ég ekki að taka allsherjar hreingerningu sex sinnum á ári. Þá þarf ég engar stórtækar breytingar.

Hmmmm…

Virkar einfalt. Það var það. En það tók tíma. Og stundum gekk illa. Stundum gekk vel.

Í dag, sjö árum seinna, þá er ég hætt að safna rusli í hjartað mitt. Ég reyni að halda því nokkuð hreinu og tek til mjög reglulega. Þarf bara aðeins að þurrka af og hjartað er orðið fínt. Ég er hætt að safna bólum og kílóum í miklu mæli. Þegar ég heyri um skyndilausnir sem virka á aðra og sé auglýstan ýmiskonar varning sem er nýkominn á markað, þá spyr ég sjálfa mig: Vil ég taka þetta inn ævilangt? Ef svarið er já, þá bæti ég því inn í lífið mitt. Ef svarið er nei, þá kaupi ég ekki varninginn. Annars enda ég með úfið hár í miðri fatahrúgu.

Þið skiljið hvað ég á við.

Ég fæ mikið af fyrirspurnum, mér finnst það æðislegt, að svara fólki í leit sinni. Hvað má? Hvað má ekki? Virkar þetta? Er þetta eitur? Ég hef stundum skoðanir á því, en ég deili því ekki með öðrum hvað má eða hvað má ekki. Ég spyr viðkomandi hvort hann sé tilbúin að gera hlutinn ævilangt. Í flestum tilvikum  fæ ég neikvætt svar. Þar hefur viðkomandi það. Hann svaraði sér sjálfur.

Annað boðorðið finnst mér rosa smart. Ef ég fer eftir því þá fer ég síður í öfgafull neyslu -og hegðunarmynstur. Ég borða nánast allt. Mér finnst reyndar svið ekkert sérstaklega góð og skötu get ég bara borðað einu sinni á ári. En af því mér þykir vænt um sjálfa mig þá vel ég HÓFIРævilangt. Geri hluti í hófi og á mínum hraða. Á mínum forsendum.

Mig langar að enda pistilinn minn á orðum sem mamma mín sagði einu sinni við mig þegar ég ætlaði að kaupa öll vítamínin í Heilsubúðinni og ætlaði að verða heilsusamleg helst í gær:

„Sigga mín, Róm var ekki byggð á einum degi.“

Og Rómaborg stendur enn. Þó veldið hafi hrunið.

Hlýjar hugsanir til ykkar. Hugsið vel um sjálf ykkur og njótið þess að vera til. Það er miklu notalegra heldur en að velta sér upp úr vandamálum morgundagsins. 🙂

Ykkar Sigga.

Heilbrigð heilsuráðgjöf er á Facebook hér.

Efnisorð
Mannlíf
30/07/2013
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Listasprengja í Kópavogi 2021

    Árið 2020 hefur svo sannarlega verið áskorun fyrir öll þau sem koma að skipulagi menningar- og listviðburða....

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók

    Í Smárahverfinu býr parið Ísak og Gréta María en þau eru að vinna að verkefni sem heitir...

    Auðun Georg Ólafsson 16/12/2020
  • Lesa meira
    Krossgátusmiðurinn á Kársnesi

    Sagt er og sannað að krossgátur eru holl hugarleikfimi sem örvar og þjálfar minni. Allir geta leyst...

    Auðun Georg Ólafsson 22/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
  • Lesa meira
    Sólstöðujóga á Bókasafni Kópavogs

    Laugardaginn 20. júní klukkan 13:00 verður sólstöðum fagnað með jóga fyrir alla fjölskylduna. Helga Einarsdóttir verkefnastjóri fræðslu...

    ritstjorn 19/06/2020
  • Lesa meira
    Þakkir frá Got Agulu strákunum

    Söfnun fyrir skóladrengi í þorpinu Got Agulu á Rey Cup, fótboltamót Þróttar í fyrra gekk það vel...

    ritstjorn 04/03/2020
  • Lesa meira
    Félag kvenna í Kópavogi með opinn fund

    Föstudaginn 21.febrúar kl. 21:15 eru allar konur velkomnar á opinn félagsfund hjá Félagi kvenna í Kópavogi (FKK)....

    ritstjorn 20/02/2020
  • Lesa meira
    Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum

    Á dögunum komu nokkar ungar og upprennandi hljómsveitir fram á tónleikum í Molanum Ungmennahúsi Kópavogs. Reglulega eru...

    ritstjorn 05/12/2019
  • Lesa meira
    Slakað og skapað í Gerðarsafni

    Slakað og skapað er vikulegur dagskrárliður sem slegið hefur í gegn á Gerðarsafni í nóvember. Hönnuðurinn og jógakennarinn...

    ritstjorn 29/11/2019
  • Lesa meira
    Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ

    Haldið verður upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með pompi og prakt í Kópavogi miðvikudaginn...

    ritstjorn 19/11/2019
  • Lesa meira
    50 ár hjá BYKO

    Það heyrir til tíðinda þegar fólk nær háum starfsaldri, sérstaklega þegar starfað hefur verið óslitið hjá sama...

    Auðun Georg Ólafsson 29/08/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.