Feðgarnir Þorgeir Kjartansson og Kjartan Friðgeirsson í bílaverkstæði Kjartans og Þorgeirs á Smiðjuveginum, dunda sér við að gera upp gamlan Morris, árgerð 1947, í frístundum. „Þetta er ágætis hobbí og byrjaði með að það þurfti að skipta um eina skrúfu í mælaborðinu en svo vatt þetta aldeilis upp á sig,“ segir Þorgeir og hlær. „Þetta er sögulegur bíll því Halla Margrét Árnadóttir, söng-
kona, ólst svo að segja upp í honum en fjölskylda hennar eignaðist bílinn árið 1958.“ Bíllinn var notaður sem heimilisbill til ársins 1980 en þeir feðgar eru fjórðu eigendur hans. „Pabbi er góður í boddýinu og sér um að gera það upp en ég er meira að dunda við bremsurnar og vélahluti,“ segir Þorgeir sem segist hvorki sjá eftir tímanum sem fer í þetta áhugamál né bensínpeningnum þegar Morrissinn fer aftur á götuna.
