Feðgar gera upp gamlan Morris á Smiðjuveginum

Feðgarnir Þorgeir Kjartansson og Kjartan Friðgeirsson í bílaverkstæði Kjartans og Þorgeirs á Smiðjuveginum, dunda sér við að gera upp gamlan Morris, árgerð 1947, í frístundum. „Þetta er ágætis hobbí og byrjaði með að það þurfti að skipta um eina skrúfu í mælaborðinu en svo vatt þetta aldeilis upp á sig,“ segir Þorgeir og hlær. „Þetta er sögulegur bíll því Halla Margrét Árnadóttir, söng-
kona, ólst svo að segja upp í honum en fjölskylda hennar eignaðist bílinn árið 1958.“ Bíllinn var notaður sem heimilisbill til ársins 1980 en þeir feðgar eru fjórðu eigendur hans. „Pabbi er góður í boddýinu og sér um að gera það upp en ég er meira að dunda við bremsurnar og vélahluti,“ segir Þorgeir sem segist hvorki sjá eftir tímanum sem fer í þetta áhugamál né bensínpeningnum þegar Morrissinn fer aftur á götuna.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn