Feðgar gera upp gamlan Morris á Smiðjuveginum

Feðgarnir Þorgeir Kjartansson og Kjartan Friðgeirsson í bílaverkstæði Kjartans og Þorgeirs á Smiðjuveginum, dunda sér við að gera upp gamlan Morris, árgerð 1947, í frístundum. „Þetta er ágætis hobbí og byrjaði með að það þurfti að skipta um eina skrúfu í mælaborðinu en svo vatt þetta aldeilis upp á sig,“ segir Þorgeir og hlær. „Þetta er sögulegur bíll því Halla Margrét Árnadóttir, söng-
kona, ólst svo að segja upp í honum en fjölskylda hennar eignaðist bílinn árið 1958.“ Bíllinn var notaður sem heimilisbill til ársins 1980 en þeir feðgar eru fjórðu eigendur hans. „Pabbi er góður í boddýinu og sér um að gera það upp en ég er meira að dunda við bremsurnar og vélahluti,“ segir Þorgeir sem segist hvorki sjá eftir tímanum sem fer í þetta áhugamál né bensínpeningnum þegar Morrissinn fer aftur á götuna.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á