Fegrum Kópavog saman

Hörkuduglegir krakkar í sumarvinnunni í dag.

Íbúar í Kópavogi eru hvattir til að leggja Kópavogsbæ lið í vorhreinsun á bæjarlandi sem skipulögð er við lóðir grunnskólanna í bænum laugardaginn 16. apríl, mánudaginn 18. apríl og þriðjudaginn 19. apríl. 

Fegrum Kópavog saman er heiti átaksins sem verður hleypt af stokkunum á laugardag í Kársnesskóla, Snælandsskóla og Kópavogsskóla. Tekið verður til á skólalóðunum og í hverfunum um kring frá klukkan 11 til 13.30. Ruslapokar og gámar verða á staðnum auk þess sem boðið er upp á léttar veitingar.

Það er nýbreytni hjá Kópavogsbæ að leita liðsinnis íbúa í bænum í árlegri vorhreinsun bæjarins.  „Við ætlum að taka höndum saman og hreinsa bæinn eftir veturinn,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri sem ætlar að taka þátt í vorhreinsun á laugardag. 

Mánudaginn 18. apríl verður vorhreinsun í Álfhólsskóla, Smáraskóla og Lindaskóla frá 16.30 til 19.00. Þriðjudaginn 19.apríl verður svo hreinsað í Salaskóla, Hörðuvallaskóla og Vatnsendaskóla frá 16.30 til 19.00.

Eins og venja er hirðir Kópavogsbær garðaúrgang bæjarbúa. Sú hreinsun er skipulögð eftir hverfum og fer fram dagana 18.apríl til 6.maí.  Hirðing er venju samkvæmt skipulögð eftir hverfum, og er röðin þessi: Vestur- og Austubær 18.-22 apríl. Smára-, Linda- og Salahverfi 25.-28. apríl, Kórar, Hvörf og Þing i 2.-6. maí.  Íbúar eru beðnir um að setja garðaúrgang utan við lóðarmörk í pokum og bindið greinaafklippur í knippi. Athugið að hirðing á ekki við lausan jarðveg, timbur, málma og spilliefni.  

Þá er unnið að hreinsun gatna og stíga í bænum eftir veturinn og stefnt að því að henni ljúki í apríl.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,