Félag kvenna í Kópavogi með opinn fund

Föstudaginn 21.febrúar kl. 21:15 eru allar konur velkomnar á opinn félagsfund hjá Félagi kvenna í Kópavogi (FKK). Fundurinn er haldinn hjá Siglingafélaginu Ýmir að Naustavör 20, Kópavogi.

Hér er kjörið tækifæri til að kynnast starfsemi félagsins og skemmta sér með félagskonum, að því er segir í tilkynningu frá FKK.

Félagið fagnar um þessar mundir eins árs afmæli og er opni félagsfundurinn í beinu framhaldi af aðalfundi félagsins.

Léttar veitingar verða á staðnum.

Áhugasömum konum gefst einnig tækifæri til að koma versla súkkulaði og armbönd til styrktar 90 ára afmælissöfnun Kvenfélagasambands Íslands sem nefnist „Gjöf til allra kvenna“. Söfnunin verður kynnt nánar á fundinum.

Sjá nánar um viðburðinn hér á Facebook.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í