Vegna hugsanlegra flutninga stjórnsýslu Kópavogs leggja Vinstri græn og félagshyggjufólk í Kópavogi til eftirfarandi tillögu í bæjarráð Kópavogs 16. júlí 2015 :
• Að opnað verði á um ræðu um staðsetningu stjórnsýslu Kópavogs með íbúum bæjarins, starfsmönnum bæjarins, kjörnum fulltrúum og jafnframt þeim félögum og einstaklingum sem láta sig málefni Kópavogs varða. Jafnframt um hugsanlega nýtingu og skipulag á svæðinu ef að um flutning á stjórnsýslu verður.
• Skoðaðir verði kostir og gallar þess að flytja stjórnsýsluna úr miðbæ Kópavogs í annan hluta bæjarins og áhrif þess á umhverfi núverandi staðsetningar.
• Að skoðað verði hvort að það sé hentugt og tímabært að byggja nýtt stjórnsýsluhús fyrir Kópavogsbæ eða finna stjórnsýslunni annað húsnæði ef Fannborgin hentar ekki undir starfsemina.
• Að skoða kosti þess að selja húsnæði Kópavogsbæjar í Fannborg. Virði eignanna metið og hugsanlegar tekjur af nýrri starfsemi eða íbúum á svæðinu.
• Að skipulagning undir- búningur, framkvæmd og úrvinnsla ferlisins verði stýrt af fulltrúum frá öllum flokkum í bæjarráði.
Greinagerð
Í kjölfar umræðna um flutning stjórnsýslu Kópavogs úr Fannborg yfir í Norðurturn Smáralindar hafa ýmis sjónarmið komið fram meðal kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn og jafnframt frá íbúum Kópavogs. Er því lagt til að hægt verði á ferlinu og málið skoðað í grunninn frá ýmsum sjónarhornum áður en ákvörðun er tekin.
Að skoðaðir verði kostir þess og gallar að selja húsnæði í Fannborg og ekki síst Félagsheimilið sem er eitt af þeim húsum sem á sér þó nokkra sögu í bæjarfélaginu. Horft verði á hvort það henti að breyta þessu húsnæði í íbúðir eða hvort að einhver starfsemi á vegum bæjarins gæti nýtt húsnæði. Einnig þarf að skoða hvaða áhrif það hefur að flytja stjórnsýslu Kópavogs frá þeirri torfu menningar og stjórnsýslu sem hefur verið byggð upp í kringum Kópavogsgjá.
Jafnframt er mikilvægt er að kanna virði eigna í Fannborg og hugsanlegar tekjur af nýrri starfsemi eða íbúum á svæðinu áður en ákveðið er hvort fjárfest er í nýju húsnæði fyrir stjórnsýslu Kópavogs.
Með því að vega og meta kosti, galla og ekki síst hugsanlegan kostnað, með opinni umræðu og aðkomu ólíkra aðila sem hafa skoðun og þekkingu á málinu má leita leiða til þess að finna góða lausn og sátt til farsældar fyrir Kópavog til langrar framtíðar.
Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VGF.
Margrét Júlía Rafnsdóttir, varabæjarfulltrúi VGF.
Arnþór Sigurðsson, varabæjarfulltrúi VGF.