Félagsheimilið selt

Eitt sögufrægasta hús Kópavogs, Félagsheimilið að Fannborg 2, sem margir muna eftir, hefur nú verið selt fyrir rúman milljarð.  Tilkynning frá bænum er svohljóðandi: „Bæjarráð hefur samþykkt að lagt verði til við bæjarstjórn að gengið yrði til samninga við Stólpa ehf. vegna sölu á Fannborg 2,4, og 6. Húseignir bæjarins að Fannborg 2, 4 og 6 voru auglýstar til sölu í ágústlok og var gefinn frestur til að skila tilboðum til 12. október. Fjögur tilboð bárust. Tilboð Stólpa ehf. hljóðar upp á einn milljarð og 50 milljónir. Bæjarskrifstofur Kópavogs hafa verið til húsa í Fannborg 2,4 og 6. Þorri hluti starfseminnar er nú fluttur að Digranesvegi 1.“

Sagan

Á Wikipedia má lesa að Félagsheimili Kópavogs hafi verið vígt árið 1959. Sex félagasamtök komu að byggingu félagsheimilisins; Framfarafélagið KópavogurKvenfélag KópavogsUngmennafélagið BreiðablikSkátafélagið KóparSlysavarnarfélag Kópavogs og Leikfélag Kópavogs.

Félagsheimili Kópavogs í byggingu árið 1954. Mynd: Héraðsskjalasafn Kópavogs.

Margvísleg starfsemi hefur verið í Félagsheimilinu í gegnum tíðina. Þar voru regluleg spilakvöld haldin, Rótarýklúbbur Kópavogs fundaði þar reglulega og árið 1964 fluttist Bókasafn Kópavogs inn á aðra hæð í 150 fermetra sal. Þar var lesstofa með 18 sætum, barnadeild með borðum og stólum, viðgerðarstofa bóka, bókageymsla og skrifstofa fyrir bæjarbókavörð. Í Félagsheimilinu voru einnig fjölmargir tónleikar haldnir og segir í Lesbók Morgunblaðsins að Kópavogsbær hafi verið „pönkbær” og að Félagsheimilið hafi verið miðstöð íslenskra pönkara til að byrja með. Léku þar meðal annars FræbblarnirSnillingarnirDordingull með Dr. Gunna og fleiri íslensk pönkbönd. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, hélt sinn fyrsta félagsfund utan Reykjavíkur í félagsheimilinu í nóvember árið 1982, eftir að búið var að koma fyrir hjólastólalyftu við það.

Til gamans má geta að eftirgrennslan Kópavogsblaðsins hefur leitt í ljós að stólar úr gamla Félagsheimilinu eru enn í notkun í bænum. Lindakirkja hefur haft þá til afnota. Þeir eru, eftir því sem næst verður komist, einu munirnir sem ekki var fargað þegar Félagsheimilið var breytt í sal bæjarstjórnar árið 2007.

 

Samkomusalur a? 1.hæð var notaður sem leikhu?s og kvikmyndasy?ningasalur fra? 1959 – 1984. Mynd tekin a?rið 1959. Heimild: Héraðsskjalasafn Kópavogs.

 

Blómlegt félagslíf í Félagsheimili Kópavogs. Ljo?smynd Herbert Guðmundsson.

 

Félagsheimili Kópavogs jólin 1978. Mynd: Ólafur Jónsson.

 

Fannborg 2 sem í daglegu tali hefur verið nefnt Félagsheimilið. Þar hafa bæjarskrifstofurnar verið hin síðari ár en þær eru nú fluttar á Digranesveg.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar