Félagslegar leiguíbúðir Kópavogsbæjar seldar til íbúa

kopavogurKópavogsbær seldi nýverið íbúð til íbúa sem var leigjandi í félagslega íbúðarkerfi bæjarins. Salan er sú fyrsta sem unnin er í samræmi  við tillögur starfshóps í húsnæðismálum sem kynntar voru á síðasta ári.

Starfshópurinn lagði til að leigjendur í félagslega íbúðakerfinu gætu keypt  húsnæðið sem þeim hefði verið úthlutað ef tekjur leigjanda færu yfir viðmiðunarmörk. Áður hefur þurft að grípa til uppsagna húsnæðis ef það gerist en nú stendur leigjendum til boða að kaupa húsnæðið með 5% útborgun eigin fjár, 80% láni hjá fjármálafyrirtæki og 15% verðtryggðu viðbótarláni frá  Kópavogsbæ, sem er afborgunar og vaxtalaust fyrstu árin. 

Þverpólitískur starfshópur í húsnæðismálum lagði fram skýrslu síðastliðið haust með tillögum í húsnæðismálum sem varða bæði íbúðakosti og félagslega kerfið. Í samræmi við niðurstöður hópsins hefur Kópavogsbær  einnig beitt sér fyrir fjölgun minni íbúða á fyrirhuguðu uppbyggingarsvæði sunnan Smáralindar. Þá tryggði bærinn sér kauprétt að 4,5% húsnæði sunnan Smáralindar og í Auðbrekku til að geta ráðstafað í tengslum við félagslega kerfið eins og lagt var til af starfshópnum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem