Félagslegar leiguíbúðir Kópavogsbæjar seldar til íbúa

kopavogurKópavogsbær seldi nýverið íbúð til íbúa sem var leigjandi í félagslega íbúðarkerfi bæjarins. Salan er sú fyrsta sem unnin er í samræmi  við tillögur starfshóps í húsnæðismálum sem kynntar voru á síðasta ári.

Starfshópurinn lagði til að leigjendur í félagslega íbúðakerfinu gætu keypt  húsnæðið sem þeim hefði verið úthlutað ef tekjur leigjanda færu yfir viðmiðunarmörk. Áður hefur þurft að grípa til uppsagna húsnæðis ef það gerist en nú stendur leigjendum til boða að kaupa húsnæðið með 5% útborgun eigin fjár, 80% láni hjá fjármálafyrirtæki og 15% verðtryggðu viðbótarláni frá  Kópavogsbæ, sem er afborgunar og vaxtalaust fyrstu árin. 

Þverpólitískur starfshópur í húsnæðismálum lagði fram skýrslu síðastliðið haust með tillögum í húsnæðismálum sem varða bæði íbúðakosti og félagslega kerfið. Í samræmi við niðurstöður hópsins hefur Kópavogsbær  einnig beitt sér fyrir fjölgun minni íbúða á fyrirhuguðu uppbyggingarsvæði sunnan Smáralindar. Þá tryggði bærinn sér kauprétt að 4,5% húsnæði sunnan Smáralindar og í Auðbrekku til að geta ráðstafað í tengslum við félagslega kerfið eins og lagt var til af starfshópnum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Fjölsmiðjan
Sjalfstaedisfelagid
Brynja Hlíf Hjaltadóttir. Mynd: Motorcross.is
!cid_1E31ACAA-7B8E-46D8-84A1-0D2F1A54265A@vodafone
Kópavogur
Spjaldtölvuafhending_Hörðuvallaskóli3
Ormadagar
2013-10-08-1919
Ragnar Ingi Danner