Ferðamannavagn í Kópavog í allt sumar

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Áshildur Bragadóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs, Guðrún Margrét Örnólfsdóttir markaðsstjóri Smáralindar, Sturla Gunnar Eðvarðsson framkvæmdastjóri Smáralindar og Haraldur Teitsson framkvæmdastjóri Hópbíla Teits Jónassonar.

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Smáralindar, Kópavogsbæjar og Hópbíla Teits Jónassonar um að halda úti reglubundnum ferðum ferðamannavagns í allt sumar, ferðamönnum að kostnaðarlausu. Ferðamannavagninn mun fara fjórar ferðir fram og til baka frá upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti í Reykjavík inn í Kópavog, og fimm ferðir á fimmtudögum. Ferðirnar hefjast föstudaginn 15. maí og síðasta ferð verður farin sunnudaginn 31. ágúst.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Áshildur Bragadóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs, Guðrún Margrét Örnólfsdóttir markaðsstjóri Smáralindar, Sturla Gunnar Eðvarðsson framkvæmdastjóri Smáralindar og Haraldur Teitsson framkvæmdastjóri Hópbíla Teits Jónassonar.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Áshildur Bragadóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs, Guðrún Margrét Örnólfsdóttir markaðsstjóri Smáralindar, Sturla Gunnar Eðvarðsson framkvæmdastjóri Smáralindar og Haraldur Teitsson framkvæmdastjóri Hópbíla Teits Jónassonar.

Í Kópavogi munu ferðamenn geta valið um að fara með vagninum í Hamraborgina til að upplifa fjölbreytta menningu og listir í listhúsum bæjarins og skreppa í sund, eða halda áfram með vagninum í Smáralind til að versla og njóta góðra veitinga og skemmtunar. Hópabílar Teits Jónassonar mun sjá um akstur ferðamannavagnsins frá miðbæ Reykjavíkur, og tekur ferðamannavagninn 20 farþega í sæti auk þess sem stæði eru fyrir 12 manns.

Smáralind hélt úti ferðamannavagni frá miðbæ Reykjavíkur í Smáralind síðastaliðið sumar og gafst það verkefni vel. Á annað þúsund ferðamenn nýttu sér þann möguleika að heimsækja stærstu verslunarmiðstöð landsins og gátu komist leiðar sinnar frítt með einföldum og skjótvirkum hætti.

Markaðsstofa Kópavogs sá um að koma á samstarfi milli Smáralindar og Kópavogsbæjar um rekstur ferðamannavagnsins í Kópavog í sumar og er ljóst að með tilkomu samstarfsins aukast möguleikar ferðamanna við að njóta afþreyingar, verslunar, menningar og lista meðan á dvöl þeirra stendur hér á landi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að