
„Okkur líkar mjög vel í Kópavogi. Hér er auðvelt að komast um og samgöngur með strætó niður í bæ eru þægilegar. Við erum búin að ganga talsvert og versla í Smáralindinni. Hér er rólegt og þægilegt að vera.“

„Ég elska umhverfið hérna. Ég starfa við upplýsingatækni og er á ráðstefnu í Reykjavík. Ég hef hinsvegar engan áhuga á að dvelja í skarkala borgarinnar þegar ráðstefnunni lýkur. Þess vegna valdi ég að fara hingað út í náttúruna í Kópavogi, sem er samt örstutt frá. Hér get ég slakað að, farið í gönguferðir í náttúrunni og endurhlaðið batteríin. Ég kann virkilega vel við mig hér í Kópavogi.“

„Það er ódýrara að gista hér en í Reykjavik. Hér er falleg náttúra og fólkið er mjög kurteist.“

„Ég valdi að gista í Kópavogi út af verðlagningunni en svo kom nátturufegurðin hér mér þægilegra á óvart. Það er yndislegt að fara í göngutúra hér meðfram Elliðavatninu og fylgjast með fuglalífinu. Á daginn er gaman að fara til Reykjavíkur og skoða sig um en ég vil frekar gista hér í ró og næði fjarri látunum í bænum. Það eru auðveldar samgöngur á milli með strætó sem er ekkert mál.“

„Ég hef fimm sinnum áður komið áður til Íslands og gisti oftast í miðbæ Reykjavikur. Núna valdi ég Kópavog af því það er rólegra hér. Ég er núna í stuttu stoppi, starfs míns vegna, og kann vel við mig í Kópavoginum. Hér er afslappað andrúmsloft.“