Ferðamenn í Kópavogi: „How do you like Kópavogur?“

Richard og Susann Smith frá Bretlandi.
Richard og Susann Smith frá Bretlandi.

„Okkur líkar mjög vel í Kópavogi. Hér er auðvelt að komast um og samgöngur með strætó niður í bæ eru þægilegar. Við erum búin að ganga talsvert og versla í Smáralindinni. Hér er rólegt og þægilegt að vera.“

Alan Shackelford, Bandaríkjunum.
Alan Shackelford, Bandaríkjunum.

„Ég elska umhverfið hérna. Ég starfa við upplýsingatækni og er á ráðstefnu í Reykjavík. Ég hef hinsvegar engan áhuga á að dvelja í skarkala borgarinnar þegar ráðstefnunni lýkur. Þess vegna valdi ég að fara hingað út í náttúruna í Kópavogi, sem er samt örstutt frá. Hér get ég slakað að, farið í gönguferðir í náttúrunni og endurhlaðið batteríin. Ég kann virkilega vel við mig hér í Kópavogi.“

Laurenzo Bianchi, Ítalíu.
Laurenzo Bianchi, Ítalíu.

„Það er ódýrara að gista hér en í Reykjavik. Hér er falleg náttúra og fólkið er mjög kurteist.“

Luca Pasotto, Ítalíu.
Luca Pasotto, Ítalíu.

„Ég valdi að gista í Kópavogi út af verðlagningunni en svo kom nátturufegurðin hér mér þægilegra á óvart. Það er yndislegt að fara í göngutúra hér meðfram Elliðavatninu og fylgjast með fuglalífinu. Á daginn er gaman að fara til Reykjavíkur og skoða sig um en ég vil frekar gista hér í ró og næði fjarri látunum í bænum. Það eru auðveldar samgöngur á milli með strætó sem er ekkert mál.“

Leif Dahlstrand, Svíþjóð.
Leif Dahlstrand, Svíþjóð.

„Ég hef fimm sinnum áður komið áður til Íslands og gisti oftast í miðbæ Reykjavikur. Núna valdi ég Kópavog af því það er rólegra hér. Ég er núna í stuttu stoppi, starfs míns vegna, og kann vel við mig í Kópavoginum. Hér er afslappað andrúmsloft.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér