Ferðamenn í Kópavogi: „How do you like Kópavogur?“

Richard og Susann Smith frá Bretlandi.
Richard og Susann Smith frá Bretlandi.

„Okkur líkar mjög vel í Kópavogi. Hér er auðvelt að komast um og samgöngur með strætó niður í bæ eru þægilegar. Við erum búin að ganga talsvert og versla í Smáralindinni. Hér er rólegt og þægilegt að vera.“

Alan Shackelford, Bandaríkjunum.
Alan Shackelford, Bandaríkjunum.

„Ég elska umhverfið hérna. Ég starfa við upplýsingatækni og er á ráðstefnu í Reykjavík. Ég hef hinsvegar engan áhuga á að dvelja í skarkala borgarinnar þegar ráðstefnunni lýkur. Þess vegna valdi ég að fara hingað út í náttúruna í Kópavogi, sem er samt örstutt frá. Hér get ég slakað að, farið í gönguferðir í náttúrunni og endurhlaðið batteríin. Ég kann virkilega vel við mig hér í Kópavogi.“

Laurenzo Bianchi, Ítalíu.
Laurenzo Bianchi, Ítalíu.

„Það er ódýrara að gista hér en í Reykjavik. Hér er falleg náttúra og fólkið er mjög kurteist.“

Luca Pasotto, Ítalíu.
Luca Pasotto, Ítalíu.

„Ég valdi að gista í Kópavogi út af verðlagningunni en svo kom nátturufegurðin hér mér þægilegra á óvart. Það er yndislegt að fara í göngutúra hér meðfram Elliðavatninu og fylgjast með fuglalífinu. Á daginn er gaman að fara til Reykjavíkur og skoða sig um en ég vil frekar gista hér í ró og næði fjarri látunum í bænum. Það eru auðveldar samgöngur á milli með strætó sem er ekkert mál.“

Leif Dahlstrand, Svíþjóð.
Leif Dahlstrand, Svíþjóð.

„Ég hef fimm sinnum áður komið áður til Íslands og gisti oftast í miðbæ Reykjavikur. Núna valdi ég Kópavog af því það er rólegra hér. Ég er núna í stuttu stoppi, starfs míns vegna, og kann vel við mig í Kópavoginum. Hér er afslappað andrúmsloft.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn