Fermingarförðun

Fermingardagurinn er einn af stóru dögunum í lífi manns. Það hefur verið hefð hjá stúlkum að fara í hárgreiðslu og fá að setja á sig smá farða. Strákar fara í sitt fínasta púss og fá kannski smá gel í hárið. Fermingarförðunin er alltaf fallegust látlaus og náttúruleg. Ég legg alltaf mestu áhersluna á að húðin njóti sín, sé ljómandi og falleg. Hér langar mig að sýna ykkur smá hugmynd að einfaldri fermingarförðun.

Ég byrja á því að setja á gott dagkrem og farðann All Day Moist. Hann inniheldur Shea Butter sem viðheldur raka í húðinni og gefur henni fallegan ljóma. Soft Focus Natural hyljari nr.02 ber ég síðan í kringum nef og á bólur, hann er mjög léttur og gefur náttúrulegt útlit.

IMG_4838

Ég vel tvo augnskugga, ljósan sem heitir True Beige sem ég ber yfir allt augnlokið og annan bronze brúnan sem heitir Deep Bronze. Þann seinni dusta ég létt yfir á globus línuna til þess að fá milda skyggingu.

IMG_4842IMG_4849

Til þess að ramma betur inn augun nota ég brúnan augnblýant og geri þunna línu uppi og niðri.

IMG_4858

Volume maskarinn gefur augnhárunum náttúrulegt útlit þar sem hann greiðir vel úr augnhárunum. Ég ber aðeins eina umferð af honum og greiði svo vel úr með hreinni augnháragreiðu.

IMG_4867

Til þess að fá þennan ekta frískleika nota ég kremkenndan kinnalit í bleikum lit. Set smá á „eplið” á kinnunum og ber síðan smá af honum á varirnar og set glæran gloss yfir.

IMG_4869

IMG_4875

Helga Karólína

xx

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að