Fermingarförðun

Fermingardagurinn er einn af stóru dögunum í lífi manns. Það hefur verið hefð hjá stúlkum að fara í hárgreiðslu og fá að setja á sig smá farða. Strákar fara í sitt fínasta púss og fá kannski smá gel í hárið. Fermingarförðunin er alltaf fallegust látlaus og náttúruleg. Ég legg alltaf mestu áhersluna á að húðin njóti sín, sé ljómandi og falleg. Hér langar mig að sýna ykkur smá hugmynd að einfaldri fermingarförðun.

Ég byrja á því að setja á gott dagkrem og farðann All Day Moist. Hann inniheldur Shea Butter sem viðheldur raka í húðinni og gefur henni fallegan ljóma. Soft Focus Natural hyljari nr.02 ber ég síðan í kringum nef og á bólur, hann er mjög léttur og gefur náttúrulegt útlit.

IMG_4838

Ég vel tvo augnskugga, ljósan sem heitir True Beige sem ég ber yfir allt augnlokið og annan bronze brúnan sem heitir Deep Bronze. Þann seinni dusta ég létt yfir á globus línuna til þess að fá milda skyggingu.

IMG_4842IMG_4849

Til þess að ramma betur inn augun nota ég brúnan augnblýant og geri þunna línu uppi og niðri.

IMG_4858

Volume maskarinn gefur augnhárunum náttúrulegt útlit þar sem hann greiðir vel úr augnhárunum. Ég ber aðeins eina umferð af honum og greiði svo vel úr með hreinni augnháragreiðu.

IMG_4867

Til þess að fá þennan ekta frískleika nota ég kremkenndan kinnalit í bleikum lit. Set smá á „eplið” á kinnunum og ber síðan smá af honum á varirnar og set glæran gloss yfir.

IMG_4869

IMG_4875

Helga Karólína

xx

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér