Fermingardagurinn er einn af stóru dögunum í lífi manns. Það hefur verið hefð hjá stúlkum að fara í hárgreiðslu og fá að setja á sig smá farða. Strákar fara í sitt fínasta púss og fá kannski smá gel í hárið. Fermingarförðunin er alltaf fallegust látlaus og náttúruleg. Ég legg alltaf mestu áhersluna á að húðin njóti sín, sé ljómandi og falleg. Hér langar mig að sýna ykkur smá hugmynd að einfaldri fermingarförðun.
Ég byrja á því að setja á gott dagkrem og farðann All Day Moist. Hann inniheldur Shea Butter sem viðheldur raka í húðinni og gefur henni fallegan ljóma. Soft Focus Natural hyljari nr.02 ber ég síðan í kringum nef og á bólur, hann er mjög léttur og gefur náttúrulegt útlit.
Ég vel tvo augnskugga, ljósan sem heitir True Beige sem ég ber yfir allt augnlokið og annan bronze brúnan sem heitir Deep Bronze. Þann seinni dusta ég létt yfir á globus línuna til þess að fá milda skyggingu.
Til þess að ramma betur inn augun nota ég brúnan augnblýant og geri þunna línu uppi og niðri.
Volume maskarinn gefur augnhárunum náttúrulegt útlit þar sem hann greiðir vel úr augnhárunum. Ég ber aðeins eina umferð af honum og greiði svo vel úr með hreinni augnháragreiðu.
Til þess að fá þennan ekta frískleika nota ég kremkenndan kinnalit í bleikum lit. Set smá á „eplið” á kinnunum og ber síðan smá af honum á varirnar og set glæran gloss yfir.
Helga Karólína
xx