Fimm plús einn

Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Miðflokksins í suðvesturkjördæmi.
Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Miðflokksins í suðvesturkjördæmi.

Er einhver munur á kosningaloforðum Miðflokksins og allra hinna? Já reyndar.

Öll eru framboðin með ágætar meiningar um það hvernig þau vilja bæta og þróa samfélagið. Yfirlýsingarnar og loforðin eru orðin mörg og sum þeirra nokkuð dýr.

Miðflokkurinn hefur hins vegar lagt áherslu á stefnu sem við köllum 5+1. Þar erum við með nokkur megin stefnumál sem ekki eru eingöngu loforð heldur áætlanir um breytingar. Þetta er endurskipulagning fjármálakerfisins, réttindi eldri borgara, heilbrigðiskerfið, atvinna og nýsköpun, menntun og vísindi. Síðan er það stóra byggðaverkefnið „Ísland allt“. Við höfum ígrundað þetta vel og því teljum við mikilvægt að um leið og við segjumst ætla að endurskipuleggja fjármálakerfið þá segjum við hvernig við ætlum að gera það og hvers vegna.

Við erum í einstöku færi til að endurskipuleggja fjármálakerfið þannig að það vinni fyrir fólkið í stað þess að fólkið sé vaxtaþrælar fjármálakerfisins. Það tækifæri verðum við að nýta áður en vogunarsjóðir eignast stærri og stærri hlut. Við ætlum líka að lækka skatta á fyrirtæki með því að lækka og/eða breyta tryggingagjaldinu. Það er afar mikilvægt að Miðflokkurinn fái afgerandi kosningu til þess að geta hrint þessum verkum í framkvæmd. Mikil hætta er á því að hér taki við vinstrisinnuð háskattastjórn sem leiða mun af sér stórauknar álögur á fyrirtæki og einstaklinga. Hóflegir skattar eru eðlilegir en ofurskattar, líkt og Vinstrihreyfingin grænt framboð virðist boða, munu ekki gera neitt annað en að draga úr krafti verðmætasköpunarinnar.

Oft er rætt um að atvinnlífið sem heild eða einstakar atvinnugreinar geti greitt svo og svo mikið meira til ríkisins og þannig staðið undir aukinni samneyslu (opinberri þjónustu). Það gleymist of oft að á sama tíma getur dregið úr krafti og getu fyrirtækja til að þróa, framleiða og selja nýja vöru eða þjónustu. Forsenda þess að það sé yfirleitt hægt að standa undir samneyslu er að til sé eitthvað sem framleiðir raunveruleg verðmæti.

Miðflokkurinn vill öflugt atvinnulíf og frelsi manna til að skapa verðmæti. Á sama tíma leggjum við mikla áherslu á að ríkisvaldið tryggi þegnum sínum ákveðna þjónustu sem þeir greiða fyrir með sköttum. Jafnvægi milli frelsi einstaklingsins og þjónustu ríkisins er góð lína til að feta sig eftir.

Fimm plús einn kosningastefna Miðflokksins miðar að þessu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,