Fimmtán ár frá opnun Dvalar.

Fimmtán ár eru frá því Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, var tekið í notkun í fallegu húsi að Reynihvammi 43 í Kópavogi. Af því tilefni var afmælishátíð í Digraneskirkju í dag.

 Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, er í fallegu húsi að Reynihvammi 43.
Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, er í fallegu húsi að Reynihvammi 43.

Í Dvöl koma gestir á eigin forsendum til að njóta samverunnar við aðra gesti eða starfsmenn, horfa á myndbönd, föndra, fara í göngutúra, heimsækja söfn eða annað. Markmiðið er að draga úr einangrun og láta fólki líða vel.

Kópavogsbær, Kópavogsdeild Rauða Kross Íslands og Svæðisskrifstofa Reykjaness stóðu saman að opnun athvarfsins árið 1998.  Var það rekið í samstarfi þessara aðila fyrst um sinn.

Í ár tók Kópavogsbær alfarið  yfir rekstur athvarfins.

Dvöl á í samstarfi við önnur sambærileg athvörf og er fundað einu sinni á ári á landsmóti Rauða krossins.

Allir eru velkomnir í Dvöl.

-kopavogur.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér