Fimmtán ár frá opnun Dvalar.

Fimmtán ár eru frá því Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, var tekið í notkun í fallegu húsi að Reynihvammi 43 í Kópavogi. Af því tilefni var afmælishátíð í Digraneskirkju í dag.

 Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, er í fallegu húsi að Reynihvammi 43.
Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, er í fallegu húsi að Reynihvammi 43.

Í Dvöl koma gestir á eigin forsendum til að njóta samverunnar við aðra gesti eða starfsmenn, horfa á myndbönd, föndra, fara í göngutúra, heimsækja söfn eða annað. Markmiðið er að draga úr einangrun og láta fólki líða vel.

Kópavogsbær, Kópavogsdeild Rauða Kross Íslands og Svæðisskrifstofa Reykjaness stóðu saman að opnun athvarfsins árið 1998.  Var það rekið í samstarfi þessara aðila fyrst um sinn.

Í ár tók Kópavogsbær alfarið  yfir rekstur athvarfins.

Dvöl á í samstarfi við önnur sambærileg athvörf og er fundað einu sinni á ári á landsmóti Rauða krossins.

Allir eru velkomnir í Dvöl.

-kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í