Fimmtán ár frá opnun Dvalar.

Fimmtán ár eru frá því Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, var tekið í notkun í fallegu húsi að Reynihvammi 43 í Kópavogi. Af því tilefni var afmælishátíð í Digraneskirkju í dag.

 Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, er í fallegu húsi að Reynihvammi 43.
Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, er í fallegu húsi að Reynihvammi 43.

Í Dvöl koma gestir á eigin forsendum til að njóta samverunnar við aðra gesti eða starfsmenn, horfa á myndbönd, föndra, fara í göngutúra, heimsækja söfn eða annað. Markmiðið er að draga úr einangrun og láta fólki líða vel.

Kópavogsbær, Kópavogsdeild Rauða Kross Íslands og Svæðisskrifstofa Reykjaness stóðu saman að opnun athvarfsins árið 1998.  Var það rekið í samstarfi þessara aðila fyrst um sinn.

Í ár tók Kópavogsbær alfarið  yfir rekstur athvarfins.

Dvöl á í samstarfi við önnur sambærileg athvörf og er fundað einu sinni á ári á landsmóti Rauða krossins.

Allir eru velkomnir í Dvöl.

-kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar