Fimmtán ár frá opnun Dvalar.

Fimmtán ár eru frá því Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, var tekið í notkun í fallegu húsi að Reynihvammi 43 í Kópavogi. Af því tilefni var afmælishátíð í Digraneskirkju í dag.

 Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, er í fallegu húsi að Reynihvammi 43.
Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, er í fallegu húsi að Reynihvammi 43.

Í Dvöl koma gestir á eigin forsendum til að njóta samverunnar við aðra gesti eða starfsmenn, horfa á myndbönd, föndra, fara í göngutúra, heimsækja söfn eða annað. Markmiðið er að draga úr einangrun og láta fólki líða vel.

Kópavogsbær, Kópavogsdeild Rauða Kross Íslands og Svæðisskrifstofa Reykjaness stóðu saman að opnun athvarfsins árið 1998.  Var það rekið í samstarfi þessara aðila fyrst um sinn.

Í ár tók Kópavogsbær alfarið  yfir rekstur athvarfins.

Dvöl á í samstarfi við önnur sambærileg athvörf og er fundað einu sinni á ári á landsmóti Rauða krossins.

Allir eru velkomnir í Dvöl.

-kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem