Finnur Ingimarsson ráðinn forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs

Finnur Ingimarsson.
Finnur Ingimarsson.

Finnur Ingimarsson líffræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs.  Alls sóttu 14 um stöðuna sem auglýst var laus til umsóknar í mars síðastliðnum. Einn dró umsókn sína til baka. Finnur var talinn hæfastur umsækjenda til að gegna starfinu.

Finnur er með B.Sc. próf í líffræði frá Háskóla Íslands og B.Sc.hon. í líffræði frá sama skóla. Hann hefur starfað við Náttúrufræðistofu Kópavogs frá árinu 1993 og hefur á þeim tíma tekið þátt í skipulagningu og framkvæmd rannsóknarverkefna sem Náttúrufræðistofan hefur tekið að sér. Hann hefur einnig haft yfirumsjón með móttöku og leiðsögn hópa um náttúrugripasafn Náttúrufræðistofunnar en safnið er eina náttúrugripasafnið á höfuðborgarsvæðinu sem opið er almenningi. Hundruð skólabarna sækja safnið heim á ári hverju.

Síðasta eina og hálfa árið hefur Finnur verið settur forstöðumaður Náttúrufræðistofunnar en starfinu gegndi áður Hilmar J. Malmquist sem nú er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.

Náttúrufræðistofa Kópavogs er í sama húsnæði og Bókasafn Kópavogs og tilheyrir Listhúsi Kópavogsbæjar en þar undir falla einnig Gerðarsafn, Salurinn, Héraðsskjalasafn Kópavogs og Tónlistarsafn Íslands.

Náttúrufræðistofa Kópavogs starfar samkvæmt menningarstefnu Kópavogsbæjar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,