Fiskeldi í Kópavogi

Í austurbæ Kópavogs er verið að rækta hitabeltisfiska og kryddjurtir í hringrásarkerfum. Það er fyrirtækið Svinna-verkfræði sem hannaði og smíðaði kerfið en verkefnið tengist Evrópusamstarfi sem fyrirtækið leiðir í samstarfi við fyrirtæki á Spáni og í Danmörku, ásamt Háskóla Íslands. Verkefnið gengur út á að þróa hringrásarkerfi í framleiðsluhæfri stærð.

Í þessum kerum er verið að rækta Tilapia fisk. Úrganginum er breytt í áburð fyrir grænmeti.
Í kari sem þessu er verið að rækta hitabeltisfisk. Öll næringarefni eru nýtt til fulls. Úrganginum frá fiskunum er breytt í áburð fyrir grænmeti.

Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, framkvæmdastjori hjá Svinna, leiðir verkefnið sem fengið hefur styrki frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Vinnumálastofnun til að ráða háskólanemendur til starfa í sumar. Verkefnið er einnig stutt af Rannís og þá hefur Landbúnaðarháskóla Íslands einnig komið að því.

Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, framkvæmdastjori hjá Svinna, leiðir verkefnið.
Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, framkvæmdastjori hjá Svinna, leiðir verkefnið.

„Það sem gerir þetta sérstakt hjá okkur er sjálfbærnin þar sem ekkert affall kemur frá kerfinu,“ útskýrir Ragnheiður. „Þannig eru öll næringarefni nýtt til fulls. Fiskunum er gefið fóður og affallsvatnið frá fiskunum verður svo næring plantnanna. Þannig erum við að skapa lokað vistkerfi til matvælaframleiðslu. Þá sparast vatn og orka,“ segir Ragnheiður.

Tveimur framleiðslugreinum blandað saman
Athygli vekur að verið er að blanda saman tveimur ólíkum framleiðslugreinum, ræktun matjurta og eldi á matfiskum. Ragnheiður segir þetta hafi tekist vel í litlum einingum en þetta sé þó flóknara en margir halda. „Það sem við erum einnig að horfa til er að tengja verkefnið við ferðamennsku, kennslu og rannsóknir. Í bígerð er meðal annars að tengja skordýraframleiðslu við kerfið. Markmið okkar er að stofna fyrirtæki utan um þetta og að halda áfram að þróa hina ýmsu þætti í sambandi við það,“ segir Ragnheiður sem bætir því við að gott sé að vera í Kópavogi enda sé stutt í allar áttir. „Það er mikilvægt að við séum á höfuðborgarsvæðinu nálægt öllum sem eru að vinna í verkefninu.“

Ragnar Ingi Danner með hitabeltisfisk sem verið er að rækta. Ragnar er í MA námi í líffræði við Háskóla Íslands.
Ragnar Ingi Danner með hitabeltisfisk sem verið er að rækta. Ragnar er í MA námi í líffræði við Háskóla Íslands.

WP_20140827_09_06_55_Pro__highres WP_20140827_08_58_43_Pro__highres WP_20140827_08_56_42_Pro__highres

Fiskur, grænmeti og ferðamenn
Hugmyndir hafa vaknað að koma upp svona hringrásarkerfum við Kópavogstún þar sem hægt yrði að byggja upp vinsælan viðkomustað ferðamanna. „Það væri frábært að þróa heimsóknareiningu þar sem við gætum tekið á móti nemendum, fjölskyldum og ferðamönnum sem vilja upplifa eitthvað nýtt,“ segir Ragnheiður. „Hér er ákveðin saga sögð um nýtingu jarðvarmans á Íslandi. Þá tengist þetta auðvitað ýmsum sviðum umhverfisfræðinnar og matvælaframleiðslu þannig að það má endalaust gera spennandi verkefni fyrir hina ýmsu hópa. Draumurinn er að koma upp framleiðslueiningu sem getur staðið undir sér og tengja hana við heimsóknareiningu og jafnvel veitingastað þar sem hægt væri að staldra við – upplifa einstaka stemningu og bragða afurðirnar,“ segir Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir grænmetis- og fiskeldisræktandi.

Nemendur í tíunda bekk Smáraskóla kynntu sér fiskeldi og matjurtarræktun í hringrásarkerfi á dögunum.
Kennarar og nemendur í tíunda bekk Smáraskóla kynntu sér fiskeldi og matjurtarræktun í hringrásarkerfi á dögunum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér