• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Fiskeldi í Kópavogi

Fiskeldi í Kópavogi
ritstjorn
08/09/2014

Í austurbæ Kópavogs er verið að rækta hitabeltisfiska og kryddjurtir í hringrásarkerfum. Það er fyrirtækið Svinna-verkfræði sem hannaði og smíðaði kerfið en verkefnið tengist Evrópusamstarfi sem fyrirtækið leiðir í samstarfi við fyrirtæki á Spáni og í Danmörku, ásamt Háskóla Íslands. Verkefnið gengur út á að þróa hringrásarkerfi í framleiðsluhæfri stærð.

Í þessum kerum er verið að rækta Tilapia fisk. Úrganginum er breytt í áburð fyrir grænmeti.

Í kari sem þessu er verið að rækta hitabeltisfisk. Öll næringarefni eru nýtt til fulls. Úrganginum frá fiskunum er breytt í áburð fyrir grænmeti.

Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, framkvæmdastjori hjá Svinna, leiðir verkefnið sem fengið hefur styrki frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Vinnumálastofnun til að ráða háskólanemendur til starfa í sumar. Verkefnið er einnig stutt af Rannís og þá hefur Landbúnaðarháskóla Íslands einnig komið að því.

Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, framkvæmdastjori hjá Svinna, leiðir verkefnið.

Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, framkvæmdastjori hjá Svinna, leiðir verkefnið.

„Það sem gerir þetta sérstakt hjá okkur er sjálfbærnin þar sem ekkert affall kemur frá kerfinu,“ útskýrir Ragnheiður. „Þannig eru öll næringarefni nýtt til fulls. Fiskunum er gefið fóður og affallsvatnið frá fiskunum verður svo næring plantnanna. Þannig erum við að skapa lokað vistkerfi til matvælaframleiðslu. Þá sparast vatn og orka,“ segir Ragnheiður.

Tveimur framleiðslugreinum blandað saman
Athygli vekur að verið er að blanda saman tveimur ólíkum framleiðslugreinum, ræktun matjurta og eldi á matfiskum. Ragnheiður segir þetta hafi tekist vel í litlum einingum en þetta sé þó flóknara en margir halda. „Það sem við erum einnig að horfa til er að tengja verkefnið við ferðamennsku, kennslu og rannsóknir. Í bígerð er meðal annars að tengja skordýraframleiðslu við kerfið. Markmið okkar er að stofna fyrirtæki utan um þetta og að halda áfram að þróa hina ýmsu þætti í sambandi við það,“ segir Ragnheiður sem bætir því við að gott sé að vera í Kópavogi enda sé stutt í allar áttir. „Það er mikilvægt að við séum á höfuðborgarsvæðinu nálægt öllum sem eru að vinna í verkefninu.“

Ragnar Ingi Danner með hitabeltisfisk sem verið er að rækta. Ragnar er í MA námi í líffræði við Háskóla Íslands.

Ragnar Ingi Danner með hitabeltisfisk sem verið er að rækta. Ragnar er í MA námi í líffræði við Háskóla Íslands.

WP_20140827_09_06_55_Pro__highres WP_20140827_08_58_43_Pro__highres WP_20140827_08_56_42_Pro__highres

Fiskur, grænmeti og ferðamenn
Hugmyndir hafa vaknað að koma upp svona hringrásarkerfum við Kópavogstún þar sem hægt yrði að byggja upp vinsælan viðkomustað ferðamanna. „Það væri frábært að þróa heimsóknareiningu þar sem við gætum tekið á móti nemendum, fjölskyldum og ferðamönnum sem vilja upplifa eitthvað nýtt,“ segir Ragnheiður. „Hér er ákveðin saga sögð um nýtingu jarðvarmans á Íslandi. Þá tengist þetta auðvitað ýmsum sviðum umhverfisfræðinnar og matvælaframleiðslu þannig að það má endalaust gera spennandi verkefni fyrir hina ýmsu hópa. Draumurinn er að koma upp framleiðslueiningu sem getur staðið undir sér og tengja hana við heimsóknareiningu og jafnvel veitingastað þar sem hægt væri að staldra við – upplifa einstaka stemningu og bragða afurðirnar,“ segir Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir grænmetis- og fiskeldisræktandi.

Nemendur í tíunda bekk Smáraskóla kynntu sér fiskeldi og matjurtarræktun í hringrásarkerfi á dögunum.

Kennarar og nemendur í tíunda bekk Smáraskóla kynntu sér fiskeldi og matjurtarræktun í hringrásarkerfi á dögunum.

Efnisorð
Fréttir
08/09/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.