Hafnarsvæðinu á Kársnesi verður í náinni framtíð breytt í yndishöfn þar sem fjölbreytt íbúðabyggð og þjónusta mun gera Kársnesið að einu mest spennandi íbúðahverfi landsins.
Sjálfstæðisflokkurinn í bænum býður í „litla “Fiskidaginn á laugardaginn, 17. maí, frá klukkan 12-14. Þá mun Guðmundur Geirdal, frambjóðandi í 5. sæti Sjálfstæðisflokksins, sjómaður og aðalmaður í skipulagsnefnd Kópavogs, bjóða upp á sína víðfrægu fiskisúpu við smábátahöfnina og tala um framtíðarskipulagið.
Harmonikkuleikari heldur uppi léttri stemningu og blöðrulistamaður skemmtir börnunum.