Fjallað um mál og lestur á fjölmennu Skólaþingi

Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er sameiginlegt þing fyrir leik- og grunnskóla í Kópavogi. Skólaþingið í ár því það lang fjölmennasta sem haldið hefur verið.
Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er sameiginlegt þing fyrir leik- og grunnskóla í Kópavogi. Skólaþingið í ár því það lang fjölmennasta sem haldið hefur verið.

900 kennarar í skólum og leikskólum Kópavogs komu saman á Skólaþingi Kópavogs fyrr í vikunni. Umfjöllunarefni þingsins var mál og lestur og fór það fram í grunnskólum Kópavogs. Fjallað var um viðfangsefnið frá nokkrum sjónarhornum. Haldnir voru fyrirlestrar um lesskilning, próf, mikilvægi orðaforða, samvinnu skólastiga og færni í máli, lestri og ritun. Að loknum fyrirlestrum var unnið áfram með efnið í málstofum. Á Skólaþinginu voru einnig fyrirlestarar og málstofur fyrir aðra starfsmenn skólanna en kennara, svo sem matráða og starfsfólk Dægradvala. 

Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er sameiginlegt þing fyrir leik- og grunnskóla í Kópavogi. Skólaþingið í ár því það lang fjölmennasta sem haldið hefur verið. 

Að þessu sinni var valið að leggja áherslu á mál og læsi enda Kópavogur aðili að þjóðarsáttmála um læsi. Í tengslum við þjóðarsáttmálann var gerð ný stefna Kópavogs um mál og lestur í leik- og grunnskólum. Stefnan var rýnd og rædd á Skólaþinginu.

„Skólaþingið tókst afar vel til, það er gott og gefandi að stefna saman leik- og grunnskólum. Þó að viðfangsefnin séu ekki  alltaf þau sömu þá fást öll skólastigin við málþroska, lestur og lesskilning,“ segir Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðstjóri menntasviðs Kópavogs en menntasviðið skipulagði Skólaþingið.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn