Fjallað um mál og lestur á fjölmennu Skólaþingi

Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er sameiginlegt þing fyrir leik- og grunnskóla í Kópavogi. Skólaþingið í ár því það lang fjölmennasta sem haldið hefur verið.
Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er sameiginlegt þing fyrir leik- og grunnskóla í Kópavogi. Skólaþingið í ár því það lang fjölmennasta sem haldið hefur verið.
Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er sameiginlegt þing fyrir leik- og grunnskóla í Kópavogi. Skólaþingið í ár því það lang fjölmennasta sem haldið hefur verið.

900 kennarar í skólum og leikskólum Kópavogs komu saman á Skólaþingi Kópavogs fyrr í vikunni. Umfjöllunarefni þingsins var mál og lestur og fór það fram í grunnskólum Kópavogs. Fjallað var um viðfangsefnið frá nokkrum sjónarhornum. Haldnir voru fyrirlestrar um lesskilning, próf, mikilvægi orðaforða, samvinnu skólastiga og færni í máli, lestri og ritun. Að loknum fyrirlestrum var unnið áfram með efnið í málstofum. Á Skólaþinginu voru einnig fyrirlestarar og málstofur fyrir aðra starfsmenn skólanna en kennara, svo sem matráða og starfsfólk Dægradvala. 

Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er sameiginlegt þing fyrir leik- og grunnskóla í Kópavogi. Skólaþingið í ár því það lang fjölmennasta sem haldið hefur verið. 

Að þessu sinni var valið að leggja áherslu á mál og læsi enda Kópavogur aðili að þjóðarsáttmála um læsi. Í tengslum við þjóðarsáttmálann var gerð ný stefna Kópavogs um mál og lestur í leik- og grunnskólum. Stefnan var rýnd og rædd á Skólaþinginu.

„Skólaþingið tókst afar vel til, það er gott og gefandi að stefna saman leik- og grunnskólum. Þó að viðfangsefnin séu ekki  alltaf þau sömu þá fást öll skólastigin við málþroska, lestur og lesskilning,“ segir Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðstjóri menntasviðs Kópavogs en menntasviðið skipulagði Skólaþingið.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem