Fjallað um mál og lestur á fjölmennu Skólaþingi

Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er sameiginlegt þing fyrir leik- og grunnskóla í Kópavogi. Skólaþingið í ár því það lang fjölmennasta sem haldið hefur verið.
Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er sameiginlegt þing fyrir leik- og grunnskóla í Kópavogi. Skólaþingið í ár því það lang fjölmennasta sem haldið hefur verið.
Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er sameiginlegt þing fyrir leik- og grunnskóla í Kópavogi. Skólaþingið í ár því það lang fjölmennasta sem haldið hefur verið.

900 kennarar í skólum og leikskólum Kópavogs komu saman á Skólaþingi Kópavogs fyrr í vikunni. Umfjöllunarefni þingsins var mál og lestur og fór það fram í grunnskólum Kópavogs. Fjallað var um viðfangsefnið frá nokkrum sjónarhornum. Haldnir voru fyrirlestrar um lesskilning, próf, mikilvægi orðaforða, samvinnu skólastiga og færni í máli, lestri og ritun. Að loknum fyrirlestrum var unnið áfram með efnið í málstofum. Á Skólaþinginu voru einnig fyrirlestarar og málstofur fyrir aðra starfsmenn skólanna en kennara, svo sem matráða og starfsfólk Dægradvala. 

Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er sameiginlegt þing fyrir leik- og grunnskóla í Kópavogi. Skólaþingið í ár því það lang fjölmennasta sem haldið hefur verið. 

Að þessu sinni var valið að leggja áherslu á mál og læsi enda Kópavogur aðili að þjóðarsáttmála um læsi. Í tengslum við þjóðarsáttmálann var gerð ný stefna Kópavogs um mál og lestur í leik- og grunnskólum. Stefnan var rýnd og rædd á Skólaþinginu.

„Skólaþingið tókst afar vel til, það er gott og gefandi að stefna saman leik- og grunnskólum. Þó að viðfangsefnin séu ekki  alltaf þau sömu þá fást öll skólastigin við málþroska, lestur og lesskilning,“ segir Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðstjóri menntasviðs Kópavogs en menntasviðið skipulagði Skólaþingið.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar