Fjárfest fyrir 3,1 milljarð 2020

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2020 hefur verið lögð fram. Fimmta árið í röð er fjárhagsáætlunin unnin í samstarfi allra flokka í bæjarstjórn.

Greiðslubyrði lána Kópavogsbæjar hefur lést vegna hagstæðari kjara og uppgreiðslu lána. Ekki er fyrirhugað að taka ný lán á næsta ári, að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra. Mynd: Kópavogsbær.

Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar áttunda árið í röð, fer í 0,215%. Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði fer í 1,49% auk þess sem holræsagjöld lækka umtalsvert.

Rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar verða rúmlega 530 milljónir árið 2020 samkvæmt áætluninni. Skuldaviðmið heldur áfram að lækka og verður 104,1% í árslok 2020.

„Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er sterk. Greiðslubyrði lána Kópavogsbæjar hefur lést vegna hagstæðari kjara og uppgreiðslu lána og ekki er fyrirhugað að taka ný lán á næsta ári. Íbúar Kópavogs njóta góðs af góðri stöðu með með margvíslegum hætti, í góðri þjónustu og stórum og smáum framkvæmdum,“ er haft eftir Ármann Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs í tilkynningu.

Áhersla á mennta- og velferðarmál endurspeglast í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar. Meðal verkefna má geta að aukin áhersla er á fræðslu og forvarnir gegn vímuefnum í grunnskólum. Þá er aukið framlag til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna og til persónulegra ráðgjafa fyrir börn innflytjenda. Áfram verður áhersla á að fjölga félagslegum íbúðum. Þá er þjónusta við aldraða styrkt.

Lýðheilsumál eru efld enn frekar meðal annars með heilsueflingu eldri borgara og bættri líðan barna.

Alls verður fjárfest fyrir 3,1 milljarð í Kópavogi 2020.

Nýr Kársnesskóli við Skólagerði sem hýsa mun grunn- og leikskóla verður reistur á næstu árum.  Alls verður 3,2 milljörðum varið til skólabyggingarinnar þar af 300 milljónum á næsta ári. Þá fara 110 milljónir í að ljúka byggingu húsnæðis fyrir Skólahljómsveit Kópavogs. 160 milljónum verður varið til endurbóta á Kórnum svo hægt verði að nýta húsnæðið betur bæði í tengslum við skólastarf og fyrir menningarmiðstöð fyrir íbúa í efri byggðum. Lokið verður við endurbætur á gamla Hressingarhælinu í Kópavogi með það að markmiði að nýta undir geðræktarmál. 

1,5 milljarði verður varið til gatnaframkvæmda og tengdra verkefna, þar af 220 milljónum til umferðaröryggismála og göngu- og hjólreiðastíga. 400 milljónum verður varið í gatnaframkvæmdir á Kársnesi í tengslum við þéttingu byggðar þar. 

Veltufé frá rekstri samstæðunnar verður samkvæmt áætluninni 3,7 milljarðar króna.

Íbúar Kópavogs verða 38.620 í árslok 2020 samkvæmt áætluninni en um 37.825 í lok 2019.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

saga
Screen Shot 2017-02-21 at 16.20.55
Begga
Gunnlaugur Björnsson
UNICEF2024_3
B-6-eftir-PK-arkitektar
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Ólafur Þór Gunnarsson er öldrunarlæknir og skipar 2. sætið á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.