• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Fjárfest fyrir 3,1 milljarð 2020

Fjárfest fyrir 3,1 milljarð 2020
ritstjorn
14/11/2019

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2020 hefur verið lögð fram. Fimmta árið í röð er fjárhagsáætlunin unnin í samstarfi allra flokka í bæjarstjórn.

Greiðslubyrði lána Kópavogsbæjar hefur lést vegna hagstæðari kjara og uppgreiðslu lána. Ekki er fyrirhugað að taka ný lán á næsta ári, að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra. Mynd: Kópavogsbær.

Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar áttunda árið í röð, fer í 0,215%. Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði fer í 1,49% auk þess sem holræsagjöld lækka umtalsvert.

Rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar verða rúmlega 530 milljónir árið 2020 samkvæmt áætluninni. Skuldaviðmið heldur áfram að lækka og verður 104,1% í árslok 2020.

„Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er sterk. Greiðslubyrði lána Kópavogsbæjar hefur lést vegna hagstæðari kjara og uppgreiðslu lána og ekki er fyrirhugað að taka ný lán á næsta ári. Íbúar Kópavogs njóta góðs af góðri stöðu með með margvíslegum hætti, í góðri þjónustu og stórum og smáum framkvæmdum,“ er haft eftir Ármann Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs í tilkynningu.

Áhersla á mennta- og velferðarmál endurspeglast í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar. Meðal verkefna má geta að aukin áhersla er á fræðslu og forvarnir gegn vímuefnum í grunnskólum. Þá er aukið framlag til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna og til persónulegra ráðgjafa fyrir börn innflytjenda. Áfram verður áhersla á að fjölga félagslegum íbúðum. Þá er þjónusta við aldraða styrkt.

Lýðheilsumál eru efld enn frekar meðal annars með heilsueflingu eldri borgara og bættri líðan barna.

Alls verður fjárfest fyrir 3,1 milljarð í Kópavogi 2020.

Nýr Kársnesskóli við Skólagerði sem hýsa mun grunn- og leikskóla verður reistur á næstu árum.  Alls verður 3,2 milljörðum varið til skólabyggingarinnar þar af 300 milljónum á næsta ári. Þá fara 110 milljónir í að ljúka byggingu húsnæðis fyrir Skólahljómsveit Kópavogs. 160 milljónum verður varið til endurbóta á Kórnum svo hægt verði að nýta húsnæðið betur bæði í tengslum við skólastarf og fyrir menningarmiðstöð fyrir íbúa í efri byggðum. Lokið verður við endurbætur á gamla Hressingarhælinu í Kópavogi með það að markmiði að nýta undir geðræktarmál. 

1,5 milljarði verður varið til gatnaframkvæmda og tengdra verkefna, þar af 220 milljónum til umferðaröryggismála og göngu- og hjólreiðastíga. 400 milljónum verður varið í gatnaframkvæmdir á Kársnesi í tengslum við þéttingu byggðar þar. 

Veltufé frá rekstri samstæðunnar verður samkvæmt áætluninni 3,7 milljarðar króna.

Íbúar Kópavogs verða 38.620 í árslok 2020 samkvæmt áætluninni en um 37.825 í lok 2019.

Efnisorðefst á baugifjárhagsáætlunfjárhagsstaðakópavogsbær
Fréttir
14/11/2019
ritstjorn

Efnisorðefst á baugifjárhagsáætlunfjárhagsstaðakópavogsbær

Meira

  • Lesa meira
    Ný sundlaug í Fossvogsdal

    Dagur B. Eggertsson borgastjóri Reykjavíkur og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, leggja til að samþykkt verði að...

    ritstjorn 11/03/2021
  • Lesa meira
    Nýsköpunarsetur í Kópavogi fær nafnið SKÓP

    Markaðsstofa Kópavogs opnar á næstu dögum nýsköpunarsetur í Kópavogi í samstarfi við Kópavogsbæ og atvinnulífið í bænum,...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Álmu í Álfhólsskóla, Hjalla, lokað vegna myglu

    Einni álmu Álfhólsskóla var lokað frá og með fimmtudeginum 4.mars s.l vegna myglu sem greindist í þaki...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Ný sundlaug í Fossvogsdal
    Fréttir11/03/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • Vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs
    Mannlíf05/04/2021
  • Bæjarfulltrúar uppi á borðum
    Aðsent10/03/2021
  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.