Fjárhagsáætlun Kópavogs 2017 samþykkt

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2017 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar þann 22. nóvember.

Fjárhagsáætlunin var unnin í samvinnu allra flokka í bæjarstjórn Kópavogs, segir í tilkynningu frá bænum.

Í bókun bæjarstjórnar segir: „Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið  2017 er unnin í samvinnu allra bæjarfulltrúa. Þetta verklag endurspeglar þann skilning á fjármálum bæjarins að allir kjörnir fulltrúar beri þar ábyrgð. Þrátt fyrir  þessa niðurstöðu hafa flokkarnir fimm ólíkar áherslur og áætlunin breytir ekki þeirri staðreynd. Hagsmunir bæjarbúa eru að allir þeir fulltrúar sem þeir kusu komi að þessari vinnu og í þeirri trú er fjárhagsáætlunin unnin. Bæjarfulltrúar þakka starfsmönnum bæjarins fyrir þeirra framlag til gerðar fjárhagsáætlunarinnar.“

Í fjárhagsáætlun kemur fram að A-hluti bæjarsjóðs verður verður rekinn með 122 milljóna rekstrarafgangi á næsta ári. Þá verður samstæða Kópavogsbæjar rekin með 290 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári.

Samkvæmt áætluninni mun skuldahlutfall bæjarins lækka umstalsvert og hraðar en aðlögunaráætlun gerði ráð fyrir. Það verður komið niður í um 140% í árslok 2017 og því komið vel undir hið lögboðna 150% hlutfall.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á