Fjárhagsáætlun Kópavogs 2017 samþykkt

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2017 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar þann 22. nóvember.

Fjárhagsáætlunin var unnin í samvinnu allra flokka í bæjarstjórn Kópavogs, segir í tilkynningu frá bænum.

Í bókun bæjarstjórnar segir: „Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið  2017 er unnin í samvinnu allra bæjarfulltrúa. Þetta verklag endurspeglar þann skilning á fjármálum bæjarins að allir kjörnir fulltrúar beri þar ábyrgð. Þrátt fyrir  þessa niðurstöðu hafa flokkarnir fimm ólíkar áherslur og áætlunin breytir ekki þeirri staðreynd. Hagsmunir bæjarbúa eru að allir þeir fulltrúar sem þeir kusu komi að þessari vinnu og í þeirri trú er fjárhagsáætlunin unnin. Bæjarfulltrúar þakka starfsmönnum bæjarins fyrir þeirra framlag til gerðar fjárhagsáætlunarinnar.“

Í fjárhagsáætlun kemur fram að A-hluti bæjarsjóðs verður verður rekinn með 122 milljóna rekstrarafgangi á næsta ári. Þá verður samstæða Kópavogsbæjar rekin með 290 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári.

Samkvæmt áætluninni mun skuldahlutfall bæjarins lækka umstalsvert og hraðar en aðlögunaráætlun gerði ráð fyrir. Það verður komið niður í um 140% í árslok 2017 og því komið vel undir hið lögboðna 150% hlutfall.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar