Fjárhagsáætlun Kópavogs samþykkt einróma

Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2016 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar síðdegis í dag.

Í bókun bæjarstjórnar segir: „Fjárhagsáætlun Kópavogs er nú gerð í samvinnu allra bæjarfulltrúa. Þessi samvinna undirstrikar sameiginlega ábyrgð allra bæjarfulltrúa á rekstri bæjarins. Ákvörðun um samvinnu við áætlunina var samþykkt í bæjarstjórn. Niðurstaðan sýnir að samstarf sem þetta er farsælt fyrir bæinn og bæjarbúa. Í slíkri samvinnu þurfa allir að gefa eitthvað eftir og lokaniðurstaðan endurspeglar það.  Bæjarstjórn þakkar starfsfólki bæjarins fyrir vandaða vinnu við gerð áætlunarinnar.“

Í fjárhagsáætluninni kemur fram að A-hluti bæjarsjóðs verður rekinn með 102,7 milljóna rekstrarafgangi og þá verður samstæða Kópavogsbæjar rekin með 257,3 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári. Fjórða árið í röð lækka fasteignaskattar og útsvar er áfram undir leyfilegu hámarki.

Skuldahlutafall bæjarins lækkar umtalsvert á næsta ári og hraðar en aðlögunaráætlun gerir ráð fyrir, samkvæmt áætluninni verður það komið niður í 155,5% í árslok 2016.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór