Fjárhagsáætlun Kópavogs samþykkt einróma

Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2016 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar síðdegis í dag.

Í bókun bæjarstjórnar segir: „Fjárhagsáætlun Kópavogs er nú gerð í samvinnu allra bæjarfulltrúa. Þessi samvinna undirstrikar sameiginlega ábyrgð allra bæjarfulltrúa á rekstri bæjarins. Ákvörðun um samvinnu við áætlunina var samþykkt í bæjarstjórn. Niðurstaðan sýnir að samstarf sem þetta er farsælt fyrir bæinn og bæjarbúa. Í slíkri samvinnu þurfa allir að gefa eitthvað eftir og lokaniðurstaðan endurspeglar það.  Bæjarstjórn þakkar starfsfólki bæjarins fyrir vandaða vinnu við gerð áætlunarinnar.“

Í fjárhagsáætluninni kemur fram að A-hluti bæjarsjóðs verður rekinn með 102,7 milljóna rekstrarafgangi og þá verður samstæða Kópavogsbæjar rekin með 257,3 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári. Fjórða árið í röð lækka fasteignaskattar og útsvar er áfram undir leyfilegu hámarki.

Skuldahlutafall bæjarins lækkar umtalsvert á næsta ári og hraðar en aðlögunaráætlun gerir ráð fyrir, samkvæmt áætluninni verður það komið niður í 155,5% í árslok 2016.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn