Fjárhagsáætlun Kópavogs samþykkt einróma

Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2016 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar síðdegis í dag.

Í bókun bæjarstjórnar segir: „Fjárhagsáætlun Kópavogs er nú gerð í samvinnu allra bæjarfulltrúa. Þessi samvinna undirstrikar sameiginlega ábyrgð allra bæjarfulltrúa á rekstri bæjarins. Ákvörðun um samvinnu við áætlunina var samþykkt í bæjarstjórn. Niðurstaðan sýnir að samstarf sem þetta er farsælt fyrir bæinn og bæjarbúa. Í slíkri samvinnu þurfa allir að gefa eitthvað eftir og lokaniðurstaðan endurspeglar það.  Bæjarstjórn þakkar starfsfólki bæjarins fyrir vandaða vinnu við gerð áætlunarinnar.“

Í fjárhagsáætluninni kemur fram að A-hluti bæjarsjóðs verður rekinn með 102,7 milljóna rekstrarafgangi og þá verður samstæða Kópavogsbæjar rekin með 257,3 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári. Fjórða árið í röð lækka fasteignaskattar og útsvar er áfram undir leyfilegu hámarki.

Skuldahlutafall bæjarins lækkar umtalsvert á næsta ári og hraðar en aðlögunaráætlun gerir ráð fyrir, samkvæmt áætluninni verður það komið niður í 155,5% í árslok 2016.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar