Fjármál Næstbestaflokksins

Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næstbestaflokksins í Kópavogi.
Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næstbestaflokksins í Kópavogi.

Næstbestiflokkurinn er ekki stjórnmálaflokkur í venjulegum skilningi þess hugtaks. Við erum vettvangur fyrir íbúa til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Við erum einstaklingar með ólíkar lífsskoðanir, höfum engin bein hagsmunatengsl við fyrirtæki eða félagasamtök innan bæjarins með það eitt að markmiði að taka skynsamlegar ákvarðanir í ljósi bestu upplýsinga með hagsmuni allra Kópavogsbúa að leiðarljósi.

Næstbestiflokkurinn hefur engan formann né framkvæmdastjóra eða starfsmann.

Næstbesti heldur engar skrár yfir félaga, stuðningsfólk eða kjósendur.

Næstbesti hefur engar tekjur af félagsgjöldum.

Næstbesti hefur ekki þegið  neinar peningagreiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum á yfirstandandi kjörtímabili.

Einu tekjur Næstbesta er árleg greiðsla frá Kópavogsbæ lögum samkvæmt sem nemur í ár um 350.000 kr. og er alla jafna um 700.000. Þessi upphæð miðast við niðurstöður síðustu kosninga en í þeim hlaut Næstbestiflokkurinn 1901 atkvæði u.þ.b. 14% greiddra atkvæða.

Þeir peningar renna allir til starfsemi Næstbestaflokksins.

Í komandi kosningagleði höfum við einsett okkur að eyða sem allra minnstum fjármunum og kynna okkar stefnumál á sem ódýrastan máta. Við treystum Kópavogsbúum til þess að taka skynsamlega ákvörðun í kjörklefanum 31. maí.

-Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næstbestaflokksins í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn