Fjármál Næstbestaflokksins

Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næstbestaflokksins í Kópavogi.
Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næstbestaflokksins í Kópavogi.
Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næstbestaflokksins í Kópavogi.

Næstbestiflokkurinn er ekki stjórnmálaflokkur í venjulegum skilningi þess hugtaks. Við erum vettvangur fyrir íbúa til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Við erum einstaklingar með ólíkar lífsskoðanir, höfum engin bein hagsmunatengsl við fyrirtæki eða félagasamtök innan bæjarins með það eitt að markmiði að taka skynsamlegar ákvarðanir í ljósi bestu upplýsinga með hagsmuni allra Kópavogsbúa að leiðarljósi.

Næstbestiflokkurinn hefur engan formann né framkvæmdastjóra eða starfsmann.

Næstbesti heldur engar skrár yfir félaga, stuðningsfólk eða kjósendur.

Næstbesti hefur engar tekjur af félagsgjöldum.

Næstbesti hefur ekki þegið  neinar peningagreiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum á yfirstandandi kjörtímabili.

Einu tekjur Næstbesta er árleg greiðsla frá Kópavogsbæ lögum samkvæmt sem nemur í ár um 350.000 kr. og er alla jafna um 700.000. Þessi upphæð miðast við niðurstöður síðustu kosninga en í þeim hlaut Næstbestiflokkurinn 1901 atkvæði u.þ.b. 14% greiddra atkvæða.

Þeir peningar renna allir til starfsemi Næstbestaflokksins.

Í komandi kosningagleði höfum við einsett okkur að eyða sem allra minnstum fjármunum og kynna okkar stefnumál á sem ódýrastan máta. Við treystum Kópavogsbúum til þess að taka skynsamlega ákvörðun í kjörklefanum 31. maí.

-Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næstbestaflokksins í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar