Fjármál Næstbestaflokksins

Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næstbestaflokksins í Kópavogi.
Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næstbestaflokksins í Kópavogi.

Næstbestiflokkurinn er ekki stjórnmálaflokkur í venjulegum skilningi þess hugtaks. Við erum vettvangur fyrir íbúa til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Við erum einstaklingar með ólíkar lífsskoðanir, höfum engin bein hagsmunatengsl við fyrirtæki eða félagasamtök innan bæjarins með það eitt að markmiði að taka skynsamlegar ákvarðanir í ljósi bestu upplýsinga með hagsmuni allra Kópavogsbúa að leiðarljósi.

Næstbestiflokkurinn hefur engan formann né framkvæmdastjóra eða starfsmann.

Næstbesti heldur engar skrár yfir félaga, stuðningsfólk eða kjósendur.

Næstbesti hefur engar tekjur af félagsgjöldum.

Næstbesti hefur ekki þegið  neinar peningagreiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum á yfirstandandi kjörtímabili.

Einu tekjur Næstbesta er árleg greiðsla frá Kópavogsbæ lögum samkvæmt sem nemur í ár um 350.000 kr. og er alla jafna um 700.000. Þessi upphæð miðast við niðurstöður síðustu kosninga en í þeim hlaut Næstbestiflokkurinn 1901 atkvæði u.þ.b. 14% greiddra atkvæða.

Þeir peningar renna allir til starfsemi Næstbestaflokksins.

Í komandi kosningagleði höfum við einsett okkur að eyða sem allra minnstum fjármunum og kynna okkar stefnumál á sem ódýrastan máta. Við treystum Kópavogsbúum til þess að taka skynsamlega ákvörðun í kjörklefanum 31. maí.

-Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næstbestaflokksins í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar