Fjármál Næstbestaflokksins

Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næstbestaflokksins í Kópavogi.
Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næstbestaflokksins í Kópavogi.
Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næstbestaflokksins í Kópavogi.

Næstbestiflokkurinn er ekki stjórnmálaflokkur í venjulegum skilningi þess hugtaks. Við erum vettvangur fyrir íbúa til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Við erum einstaklingar með ólíkar lífsskoðanir, höfum engin bein hagsmunatengsl við fyrirtæki eða félagasamtök innan bæjarins með það eitt að markmiði að taka skynsamlegar ákvarðanir í ljósi bestu upplýsinga með hagsmuni allra Kópavogsbúa að leiðarljósi.

Næstbestiflokkurinn hefur engan formann né framkvæmdastjóra eða starfsmann.

Næstbesti heldur engar skrár yfir félaga, stuðningsfólk eða kjósendur.

Næstbesti hefur engar tekjur af félagsgjöldum.

Næstbesti hefur ekki þegið  neinar peningagreiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum á yfirstandandi kjörtímabili.

Einu tekjur Næstbesta er árleg greiðsla frá Kópavogsbæ lögum samkvæmt sem nemur í ár um 350.000 kr. og er alla jafna um 700.000. Þessi upphæð miðast við niðurstöður síðustu kosninga en í þeim hlaut Næstbestiflokkurinn 1901 atkvæði u.þ.b. 14% greiddra atkvæða.

Þeir peningar renna allir til starfsemi Næstbestaflokksins.

Í komandi kosningagleði höfum við einsett okkur að eyða sem allra minnstum fjármunum og kynna okkar stefnumál á sem ódýrastan máta. Við treystum Kópavogsbúum til þess að taka skynsamlega ákvörðun í kjörklefanum 31. maí.

-Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næstbestaflokksins í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,