Fjögur tónskáld semja fyrir Tónverk 20 / 21 í Salnum

Tónskáldin Ásbjörg Jónsdóttir, Sigurður Árni Jónsson, Gunnar Karel Másson og María Huld Markan Sigfúsdóttir hafa verið valin úr hópi sextán umsækjenda til að semja strengjakvartett fyrir Salinn.

Ásbjörg Jónsdóttir, Sigurður Árni Jónsson, María Huld Markan Sigfúsdóttir og Gunnar Karel Másson.

Er hér um nýtt verkefni að ræða sem ber heitið Tónverk 20 / 21 og er markmiðið að stuðla að frumsköpun í tónverkagerð og að kynna íslensk tónskáld.

Tónskáldin munu semja strengjakvartett sem er saminn sérstaklega með Salinn í huga. Verkin verða síðan frumflutt í Tíbrá tónleikaröð Salarins veturinn 2020 – 21. Samstarfsaðili Salarins í Tónverki 20 / 21 er Strokkvartettinn Siggi sem mun frumflytja verkin. 

„Það er mikið gleðiefni fyrir okkur í Salnum að fá þessi fjögur öflugu tónskáld til liðs við okkur. Þau eru hvert öðru ólík í tónsköpun og getum við búist við fjölbreyttum strengjakvartettum næsta vetur“, segir Aino Freyja forstöðumaður Salarins. En eitt af hlutverkum Salarins er að stuðla að frumsköpun í tónverkagerð og að efla nýsköpun í tónlist.

Í valnefnd sátu Atli Ingólfsson fyrir Salinn, Karólína Eiríksdóttir fyrir Tónskáldafélag Íslands og Una Sveinbjarnardóttir fyrir Strokkvartettinn Sigga.

Ásbjörg Jónsdóttir lauk meistaraprófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur breiðan tónlistarlegan bakgrunn, allt frá djasssöng til kórastarfs en hefur þroskað tónsmíðagáfu sína jafnt og þétt í eftirminnilegum kammerverkum sem sameina léttleika og ljóðrænu. 

Gunnar Karel Másson lauk meistaraprófi í tónsmíðum frá Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn en segja má að heimspeki og leikhús eigi ekki minni skerf af honum en tónlistin. Hann hefur tekið þátt í uppsetningu fjölda leiksýninga og samið eða sniðið hljóðheim þeirra. Tónverk hans eru gjarnan eins og leiksvið þar sem hugmyndir takast á.

María Huld Markan Sigfúsdóttir gjörþekkir fiðluna sem flytjandi og hefur í nokkrum tónverkum sínum undanfarið kannað hljóðheim hennar á frumlegan hátt. Hún nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands og hefur mikla reynslu sem tónskáld og flytjandi. Auk kammerverka hennar, sem hafa verið tekin upp og flutt víða um heim hefur hún samið fyrir hljómsveit og tónlist við nokkrar kvikmyndir.

Sigurður Árni Jónsson lauk meistaraprófi bæði í tónsmíðum og hljómsveitarstjórn í Svíþjóð. Hann stjórnar Ensemble Dasein í Gautaborg og hefur rannsakað ýmis blæbrigði kammerskriftar á sannfærandi hátt, en eftir hann liggja jafnframt tvö hljómsveitarverk.

Tónverk 20 / 21 er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar og unnið í samvinnu við Tónverkamiðstöð Íslands.  

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Samgönguvika
Jói á hjólinu
karen 2014 3
björtframtidkopavogur
Brennuvargarnir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður Spretts.
Hvatningarverdlaun
Breidablik_2018_Svana_3ja_England
Sigvaldi Egill Lárusson