Fjölbreytt starf hjá Karlakór Kópavogs

Árlegir vortónleikar Karlakórs Kópavogs verða haldnir þann 30. mars og 1. apríl í Salnum.

Karlakór Kópavogs var stofnaður árið 2002. Hann hefur á sinni könnu tæplega 70 karla sem eiga það sameiginlegt að hafa gaman af því að syngja. Æft er vikulega, kl. 19.30 – 22.00 á þriðjudagskvöldum í Álfhólsskóla. Það er stíft unnið enda oft mikið í húfi við undirbúningi tónleika. Garðar Cortes er kórstjóri en píanóleikari er Hólmfríður Sigurðardóttir. Kórinn tekur að sér verkefni, tónleika, skemmtanir og uppákomur af ýmsu tagi og æfir fyrir þau tilefni. Félagsstarfið er blómlegt en kórinn skemmtir saman og ferðast. Árshátíðin er árleg og á hverju ári er farið í æfingabúðir lengst uppi í sveit. Alltaf er stutt í sönginn enda margir færir hljóðfæraleikarar í kórnum og oft kátt á hjalla.  Kórinn heldur upp á 15 ára afmæli Ítalíuför í haust en það verður vafalaust fjör og mikið syngið. Af árvissum viðburðum og uppákomum kórsins má nefna jólatónleika í Aðventukirkjunni í Reykjavík, vortónleika í Salnum og söng á Kópavogsdögum.

Karlakór Kópavogs hefur reglulega tekið þátt í uppfærslum og stórtónleikum, meðal annars í Hörpu, og sungið tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Óperukórnum, Kristjáni Jóhannssyni, Kristni Sigmundssyni og fleirum. Kórinn syngur við jarðarfarir, við opnun listviðburða og á árshátíðum. Nýverið lauk uppfærslu á Njálu í Borgarleikhúsinu þar kórinn var í áberandi hlutverki í 50 sýningum. Allir sem hafa gaman af söng ættu að slá til og taka þátt.

Árlegir vortónleikar Karlakórs Kópavogs verða haldnir þann 30. mars og 1. apríl í Salnum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn