Fjölbýlishús rís þar sem KRON var áður við Álfhólsveg.

Kjörbúðin, Álfhólsvegi 32, oft nefnt KRON húsið.  Mynd fengin af vef Dr. Gunna:  www.http://drgunni.wordpress.com/
Kjörbúðin, Álfhólsvegi 32, oft nefnt KRON húsið. Mynd fengin af vef Dr. Gunna: www.http://drgunni.wordpress.com/

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, tók nýlega fyrstu skóflustungu að byggingu nýs 16 íbúða fjölbýlishúsi þar sem KRON, mjólkurbúð, fiskbúð, Tempó innrömmun og síðar STÁ vídeóleiga og sjoppa voru áður til húsa.  Húsið stóð lengi autt áður en það var rifið og var lítil bæjarprýði.  Staðsetningin gæti þó ekki verið betri, í hjarta bæjarins, og segir Ragnar Þór Ólason hjá byggingafélaginu Mótanda , sem annast byggingu fjölbýlishússins við Álfhólsveg, í samtali við Morgunblaðið, að það sé mikil eftirsurn eftir íbúðum á þessu svæði.  Hann bætir því við að fjölskyldufólk hafi keypt stærstan hluta íbúðanna.

Að sögn Ármanns Kr. er nú búið að úthluta öllum lóðum fyrir stærri fjölbýlishús en verið sé að vinna í að koma Musterissvæðunum svokölluðu í úthlutun, en það eru svæði í Vatnsendabyggð.  Þau svæði eru bæði nálægt skóla og íþróttamannvirjum.

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var íbúafjölgun í Kópavogi 1,5% á árinu 2012 en bærinn telur 31.726 íbúa.

Dr. Gunni minnist gömlu Kjörbúðarinnar hér:   http://drgunni.wordpress.com/2012/09/05/draumalog/

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar