Fjöldi tilkynntra hegningarlagabrota í Kópavogi fer fækkandi

Hegningarlagabrotum fer fækkandi í Kópavogi ef tölur frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru skoðaðar fyrir árin 2013 – 2016. Þar sést að tilkynnt hegningarlagabrot voru 38 á hverja þúsund íbúa í Kópavogi árið 2013 en þau fóru niður í 33 í fyrra en þetta er nokkuð undir meðaltali á höfuðborgarsvæðinu.

Sömu sögu er að segja af fjölda tilkynntra auðgunarbrota fyrir sama tímabil, þau voru 19 á hverja þúsund íbúa í Kópavogi í fyrra en voru 26 á hverja þúsund íbúa árið 2013. Þjófnaðir og innbrot virðast sömuleiðis á niðurleið en fjöldi tilkynntra ofbeldisbrota eru svipuð og þau voru árin 2013 og 2014.

Fjöldi tilkynntra heimilisofbeldisbrota í Kópavogi rauk upp árið 2015, en þá innleiddi lögregla nýtt verklag og viðmið hvernig slík brot eru talin. Fjöldi tilkynntra heimilisofbeldisbrota í Kópavogi voru 2,1 á hverja þúsund íbúa í bænum á árinu 2016.

Lögreglan lét kanna traust íbúa og kom í ljós að um það bil 83% íbúa í Kópavogi sögðust bera traust til lögreglu og starfa hennar.

34 lögreglumenn starfa í stöðinni við Dalveg. Þeir sinna meðal annars útköllum á varðsvæði stöðvarinnar og rannsóknum mála en varðsvæði stöðvarinnar er Kópavogur og Breiðholt.

Í byrjun marsmánaðar stöðvaði lögreglan stóra kannabisræktun í iðnaðarhverfi í Kópavogi. Lagði lögreglan þar hald á rúmlega 100 plöntur ásamt búnaði sem notaður var til ræktunarinnar.

Vegna kvartana sem höfðu borist til lögreglunnar frá íbúum um hraðakstur á Fífuhvammi fór lögreglan í auknar eftirlitsferðir til að kanna með hraðann sem reyndist í lagi. Til að fylgja þessu betur eftir mun myndavélabifreið frá lögreglunni mæla hraða á Fífuhvammi fljótlega.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar