Fjölmenni var við opnun kosningamiðstöðvar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í Bæjarlindinni nýverið. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Margrét Friðriksdóttir, skólameistari, ávörpuðu gesti.
Mikil bjartsýni og einhugur ríkir meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, að því er segir í tilkynningu, og verður kosningabaráttan háð með uppbyggjandi hætti þar sem kjörorðið er Áfram Kópavogur!