Fjölmenningardagur í Smáraskóla 16. maí

Fjölmenningardagur verður haldinn í Smáraskóla 16. maí frá kl. 11 til 13 og eru allir hjartanlega velkomnir.  Markmiðið er að stuðla að umburðarlyndi og fordómaleysi. Þetta er í annað sinn sem Smáraskóli heldur fjölmenningardag en að þessu sinni er hann tileinkaður hinum alþjóðlega degi UNESCO um fjölmenningarlega fjölbreytni. Foreldrar og börn með erlendan bakgrunn verða með bása í skólanum þar sem í boði verður matur og menning frá ýmsum þjóðlöndum. Fólk er hvatt til að koma í þjóðbúningi.

Dagskráin hefst kl. 11 með ávarpi bæjarstjóra, Ármanns Kr. Ólafssonar,  en að því búnu tekur Skólahljómsveit Kópavogs við og flytur nokkur lög. Kórar Smáraskóla taka einnig lagið, sýnt verður atriði úr söngleiknum Grease, sem verið er að setja upp innan veggja skólans, þátttakendur söngkeppni skólans flytja lög og gítarspil og skákmeistararnir Bárður og Björn bjóða fjöltefli. Þá verður dansaður Vikivaki. Eldri borgarar verða með sölu á fallegu handverki.

Ragna K. Magnúsdóttir heldur utan um hátíðina í skólanum og segir hún að í alls 15 básum verði í boði matur og góðgæti frá m.a. Ítalíu, Búlgaríu, Litháen, Þýskalandi, Póllandi, Marokkó og Kólumbíu. Hún segir að dagurinn í fyrra hafi heppnast mjög vel og allir hafi verið jákvæðir og glaðir.

Um þessar mundir eru tíu ár frá því UNESCO samþykkti samning um að vernda og styðja við fjölbreytileg menningarleg tjáningarform og skapa skilyrði til þess að menningarsamfélög nái að dafna og eiga með sér frjáls samskipti. Hinum alþjóðlega degi um menningarlega fjölbreytni er ætlað að vekja athygli á því hversu fjölbreytt menning mannkyns er og minna á að aukinn skilningur á samspili ólíkra menningarheima eykur umburðarlyndi, félagslegt réttlæti og gagnkvæma virðingu menningarsamfélaga.

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru á fjölmenningarhátíðinni í fyrra:

IMG_1668

IMG_1667

IMG_1678

IMG_1677

IMG_1675

IMG_1669

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar