Fjölskylduhjálp Íslands hefur opnað þriðju starfsstöð sína í Hamraborg 9 og óskar eftir sjálfboðaliðum á öllum aldri til starfa. Opið er alla virka daga frá kl. 13 til 18.
Fjölskyduhjálp Íslands hefur starfað í 11 ár með aðalstöðvar í Iðufelli 14. Opnuð var starfsstöð í Reykjanesbæ að Baldurgötu 14 fyrir 5 árum.
Um 400 fjölskyldur í Kópavogi þurfa aðstoð fyrir komandi jól líkt og undanfarin jól, að því segir í tilkynningu frá Fjölskylduhjálp Íslands. Skráning nýrra sjálfboðaliða er í síma 892-9603.