Fjölskyldustundir á laugardögum

Ýmis forvitnileg tæki og tól verða á staðnum.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands býður forvitnum börnum að koma og kynnast undrum vísindanna í fróðlegri og skemmtilegri fjölskyldustund á aðalsafni laugardaginn 8. október kl. 13:00. Ýmis forvitnileg tæki, tól og þrautir verða á staðnum og hægt verður að taka þátt í skemmtilegri smiðju þar sem einfaldar teiknivélar eru settar saman og látnar teikna munstur.
Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu og öll velkomin.

Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Viðburðir eru haldnir á víxl á Bókasafni Kópavogs, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu og Salnum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Spjaldtölvuafhending_Hörðuvallaskóli3
oli_740_400
Pikka
Verk og vit
Oli-2
Donata H. Bukowska, ráðgjafi í málefnum nemenda af erlendum uppruna  skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar til bæjarstjórnar Kópavogs.
Karlakór Kópavogs með Kristjáni Jóhannssyni í Hörpu 07.12.2014
Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð í Kópavogi
DSCF0131