Fjölsmiðjan, sem er vinnusetur fyrir ungt fólk á krossgötum og hefur aðsetur að Víkurhvarfi í Kópavogi, tók nýlega þátt í ungmennaskiptum sem fram fóru á Spáni. Fjórir nemar og einn starfsmaður fóru til Puntas de Calnegre til fundar við ungmenni frá sex öðrum Evrópulöndum, að því er fram kemur á heimasíðu Fjölsmiðjunnar.
Megin þema þessara ungmennaskipta var útivist og íþróttir. Unga fólkið kynntist ólíkri menningu og ungmennum frá öðrum löndum ásamt því að njóta sólarinnar og fara á ströndina.
Nánar á: www.fjolsmidjan.is