Fjör á Ormadögum í Kópavogi

ormadagar32014
Sirkus, lista- og menningarsmiðjur, tónleikar og hoppukastalar standa gestum og gangandi til boða.

Mikið verður um dýrðir næstu helgi á Borgarholtinu í Kópavogi á Ormadögum, barnamenningarhátíð Kópavogs. Sirkus, lista- og menningarsmiðjur, tónleikar og hoppukastalar standa gestum og gangandi til boða í menningarhúsum Kópavogs og næsta nágrenni á laugardaginn. Sunnudaginn 25. maí lýkur Ormadögum með barnamenningarmessu og tónleikum í Kópavogskirkju og sundlaugarpartýi í Sundlaug Kópavogs.

Ormadagar hófust síðastliðinn mánudag og taka á fimmta þúsund leik- og grunnskólabörn í Kópavogi þátt í viðburðum hátíðarinnar í vikunni. Börnin sækja ýmsa menningarviðburði í menningarhúsum Kópavogs, fara á tónleika, taka þátt í listasmiðjum og fræðslu.

ormadagar12014

Ormadagar eru nú haldnir í þriðja sinn en hátíðin hefur aldrei verið jafn umfangsmikil. „Það er gaman að sjá hversu vel skólar og leikskólar í bænum taka þátt í þessari hátíð og ánægjulegt að börnin kynnist menningarhúsum bæjarins,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar sem hitti börn á Ormadögum á tónleika í Salnum á þriðjudag.

Pamela De Sensi stjórnandi Ormadaga segir hátíðina mikilvæga fyrir barna- og fjölskyldumenningu í bænum. „Undirtektir skólanna hafa verið mjög góðar og vonandi mæta svo sem flestir á hátíðina um helgina.“

Ormadagar eru styrktir af Kópavogsbæ og haldnir í samvinnu við menningarstofnanir Kópavogsbæjar á Borgarholtinu en þær eru: Tónlistarsafnið, Bókasafnið, Salurinn, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Tónlistarskólinn og Molinn. Eitt meginmarkmið hátíðarinnar er að börn í Kópavogi kynnist þessum stofnunum og upplifi dagskrá sem sérstaklega er miðuð við þeirra aldur.

Heimasíða Ormadaga er www.ormadagar.is en þar er að finna allar upplýsingar um dagskrá helgarinnar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

WP_20140828_13_50_05_Pro
Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
margretfridriksxd
Ármann
boda
Gladheimar
Kópavogur
Vilhjálmur Bjarnason
Sema Erla Serdar