Fjör á Ormadögum í Kópavogi

ormadagar32014
Sirkus, lista- og menningarsmiðjur, tónleikar og hoppukastalar standa gestum og gangandi til boða.

Mikið verður um dýrðir næstu helgi á Borgarholtinu í Kópavogi á Ormadögum, barnamenningarhátíð Kópavogs. Sirkus, lista- og menningarsmiðjur, tónleikar og hoppukastalar standa gestum og gangandi til boða í menningarhúsum Kópavogs og næsta nágrenni á laugardaginn. Sunnudaginn 25. maí lýkur Ormadögum með barnamenningarmessu og tónleikum í Kópavogskirkju og sundlaugarpartýi í Sundlaug Kópavogs.

Ormadagar hófust síðastliðinn mánudag og taka á fimmta þúsund leik- og grunnskólabörn í Kópavogi þátt í viðburðum hátíðarinnar í vikunni. Börnin sækja ýmsa menningarviðburði í menningarhúsum Kópavogs, fara á tónleika, taka þátt í listasmiðjum og fræðslu.

ormadagar12014

Ormadagar eru nú haldnir í þriðja sinn en hátíðin hefur aldrei verið jafn umfangsmikil. „Það er gaman að sjá hversu vel skólar og leikskólar í bænum taka þátt í þessari hátíð og ánægjulegt að börnin kynnist menningarhúsum bæjarins,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar sem hitti börn á Ormadögum á tónleika í Salnum á þriðjudag.

Pamela De Sensi stjórnandi Ormadaga segir hátíðina mikilvæga fyrir barna- og fjölskyldumenningu í bænum. „Undirtektir skólanna hafa verið mjög góðar og vonandi mæta svo sem flestir á hátíðina um helgina.“

Ormadagar eru styrktir af Kópavogsbæ og haldnir í samvinnu við menningarstofnanir Kópavogsbæjar á Borgarholtinu en þær eru: Tónlistarsafnið, Bókasafnið, Salurinn, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Tónlistarskólinn og Molinn. Eitt meginmarkmið hátíðarinnar er að börn í Kópavogi kynnist þessum stofnunum og upplifi dagskrá sem sérstaklega er miðuð við þeirra aldur.

Heimasíða Ormadaga er www.ormadagar.is en þar er að finna allar upplýsingar um dagskrá helgarinnar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér