Fjörkálfamót í Smáranum

Ragnheiður Sveinsdóttir, Guðrún Tómasdóttir og Anna Kristinsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs ásamt Maríu Helgu Guðmundsdóttur frá Þórshamri og Sigþóri Samúelssyni formanni Karatedeildar Breiðablik.

Karatedeildir Breiðablik og Þórshamars héldu í desember svokallað Fjörkálfamót í karate fyrir karatekrakka sem eru fæddir frá árunum 2007 til 2010. Um er að ræða æfingamót þar sem margir krakkar eru að stíga sín fyrstu skref í keppni. Mótið heppnaðist mjög vel og kepptu um 140 krakkar á mótinu.

Hitað upp fyrir keppni.

Mótið var haldið í Smáranum þar sem skellt var einnig upp jólaballi í veitingasal Smárans. Það var mikið fjör á ballinu og allir fengu heitt súkkulaði og piparkökur og dönsuðu í kringum jólatréð með Kjötkrók og Stúf.

Stúfur sló á létta strengi.

Allur ágóði af mótinu rann óskertur til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs. Fulltrúar þeirra tóku við ágóðanum frá mótshöldurunum Sigþóri Samúelssyni frá Breiðablik og Maríu Helgu Guðmundsdóttur frá Þórshamri.

Ragnheiður Sveinsdóttir, Guðrún Tómasdóttir og Anna Kristinsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs ásamt Maríu Helgu Guðmundsdóttur frá Þórshamri og Sigþóri Samúelssyni formanni Karatedeildar Breiðablik.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,