Fjörkálfamót í Smáranum

Ragnheiður Sveinsdóttir, Guðrún Tómasdóttir og Anna Kristinsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs ásamt Maríu Helgu Guðmundsdóttur frá Þórshamri og Sigþóri Samúelssyni formanni Karatedeildar Breiðablik.

Karatedeildir Breiðablik og Þórshamars héldu í desember svokallað Fjörkálfamót í karate fyrir karatekrakka sem eru fæddir frá árunum 2007 til 2010. Um er að ræða æfingamót þar sem margir krakkar eru að stíga sín fyrstu skref í keppni. Mótið heppnaðist mjög vel og kepptu um 140 krakkar á mótinu.

Hitað upp fyrir keppni.

Mótið var haldið í Smáranum þar sem skellt var einnig upp jólaballi í veitingasal Smárans. Það var mikið fjör á ballinu og allir fengu heitt súkkulaði og piparkökur og dönsuðu í kringum jólatréð með Kjötkrók og Stúf.

Stúfur sló á létta strengi.

Allur ágóði af mótinu rann óskertur til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs. Fulltrúar þeirra tóku við ágóðanum frá mótshöldurunum Sigþóri Samúelssyni frá Breiðablik og Maríu Helgu Guðmundsdóttur frá Þórshamri.

Ragnheiður Sveinsdóttir, Guðrún Tómasdóttir og Anna Kristinsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs ásamt Maríu Helgu Guðmundsdóttur frá Þórshamri og Sigþóri Samúelssyni formanni Karatedeildar Breiðablik.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar