Fjörkálfamót í Smáranum

Karatedeildir Breiðablik og Þórshamars héldu í desember svokallað Fjörkálfamót í karate fyrir karatekrakka sem eru fæddir frá árunum 2007 til 2010. Um er að ræða æfingamót þar sem margir krakkar eru að stíga sín fyrstu skref í keppni. Mótið heppnaðist mjög vel og kepptu um 140 krakkar á mótinu.

Hitað upp fyrir keppni.

Mótið var haldið í Smáranum þar sem skellt var einnig upp jólaballi í veitingasal Smárans. Það var mikið fjör á ballinu og allir fengu heitt súkkulaði og piparkökur og dönsuðu í kringum jólatréð með Kjötkrók og Stúf.

Stúfur sló á létta strengi.

Allur ágóði af mótinu rann óskertur til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs. Fulltrúar þeirra tóku við ágóðanum frá mótshöldurunum Sigþóri Samúelssyni frá Breiðablik og Maríu Helgu Guðmundsdóttur frá Þórshamri.

Ragnheiður Sveinsdóttir, Guðrún Tómasdóttir og Anna Kristinsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs ásamt Maríu Helgu Guðmundsdóttur frá Þórshamri og Sigþóri Samúelssyni formanni Karatedeildar Breiðablik.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór