Flestir vilja Vífilsfell sem bæjarfjall Kópavogs

Vífilsfell.
Vífilsfell.

Alls 68% þeirra sem greiddu atkvæði í könnun Kópavogsbæjar um bæjarfjall nefndu Vífilsfell. 18% nefndu Bláfjöll, 4% Selfjall, 3% Húsfell og 2% Sandfell. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á fundi bæjarráðs í morgun. Könnunin var gerð að tillögu Ómars Stefánssonar bæjarfulltrúa. Hún fór fram á vef Kópavogsbæjar og stóð yfir í tæpan mánuð. Hún var auglýst í bæjarblöðunum og á vef bæjarins.

Í könnuninni voru gefnir upp fimm valmöguleikar, þeir sem nefndir voru hér að ofan, en einnig var hægt að koma með aðrar tillögur. Engin önnur tillaga fékk fleiri en þrjú atkvæði. Þannig nefndu til dæmis þrír Víghól, einn nefndi Rjúpnahæð, einn nefndi Þríhnjúka og einn nefndi Esjuna.

Gild svör í könnuninni voru 177 en ekki var hægt að greiða atkvæði oftar en einu sinni með sömu kennitölu. Vífilsfell fékk þar af 121 atkvæði.

-www.kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,