Flestir vilja Vífilsfell sem bæjarfjall Kópavogs

Vífilsfell.
Vífilsfell.

Alls 68% þeirra sem greiddu atkvæði í könnun Kópavogsbæjar um bæjarfjall nefndu Vífilsfell. 18% nefndu Bláfjöll, 4% Selfjall, 3% Húsfell og 2% Sandfell. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á fundi bæjarráðs í morgun. Könnunin var gerð að tillögu Ómars Stefánssonar bæjarfulltrúa. Hún fór fram á vef Kópavogsbæjar og stóð yfir í tæpan mánuð. Hún var auglýst í bæjarblöðunum og á vef bæjarins.

Í könnuninni voru gefnir upp fimm valmöguleikar, þeir sem nefndir voru hér að ofan, en einnig var hægt að koma með aðrar tillögur. Engin önnur tillaga fékk fleiri en þrjú atkvæði. Þannig nefndu til dæmis þrír Víghól, einn nefndi Rjúpnahæð, einn nefndi Þríhnjúka og einn nefndi Esjuna.

Gild svör í könnuninni voru 177 en ekki var hægt að greiða atkvæði oftar en einu sinni með sömu kennitölu. Vífilsfell fékk þar af 121 atkvæði.

-www.kopavogur.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn