Flestir vilja Vífilsfell sem bæjarfjall Kópavogs

Vífilsfell.
Vífilsfell.

Alls 68% þeirra sem greiddu atkvæði í könnun Kópavogsbæjar um bæjarfjall nefndu Vífilsfell. 18% nefndu Bláfjöll, 4% Selfjall, 3% Húsfell og 2% Sandfell. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á fundi bæjarráðs í morgun. Könnunin var gerð að tillögu Ómars Stefánssonar bæjarfulltrúa. Hún fór fram á vef Kópavogsbæjar og stóð yfir í tæpan mánuð. Hún var auglýst í bæjarblöðunum og á vef bæjarins.

Í könnuninni voru gefnir upp fimm valmöguleikar, þeir sem nefndir voru hér að ofan, en einnig var hægt að koma með aðrar tillögur. Engin önnur tillaga fékk fleiri en þrjú atkvæði. Þannig nefndu til dæmis þrír Víghól, einn nefndi Rjúpnahæð, einn nefndi Þríhnjúka og einn nefndi Esjuna.

Gild svör í könnuninni voru 177 en ekki var hægt að greiða atkvæði oftar en einu sinni með sömu kennitölu. Vífilsfell fékk þar af 121 atkvæði.

-www.kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

einelti4
Guðfinnur Snær
Ormadagar
Dimmuhvarf_3
Glen
OFV4
Pétur Hrafn Sigurðsson.
Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salarins. Ljósmynd: Geir Ólafsson.
Krakkar úr Álfhólsskóla með leiðbeinenda sínum.