Flestir vilja Vífilsfell sem bæjarfjall Kópavogs

Vífilsfell.
Vífilsfell.

Alls 68% þeirra sem greiddu atkvæði í könnun Kópavogsbæjar um bæjarfjall nefndu Vífilsfell. 18% nefndu Bláfjöll, 4% Selfjall, 3% Húsfell og 2% Sandfell. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á fundi bæjarráðs í morgun. Könnunin var gerð að tillögu Ómars Stefánssonar bæjarfulltrúa. Hún fór fram á vef Kópavogsbæjar og stóð yfir í tæpan mánuð. Hún var auglýst í bæjarblöðunum og á vef bæjarins.

Í könnuninni voru gefnir upp fimm valmöguleikar, þeir sem nefndir voru hér að ofan, en einnig var hægt að koma með aðrar tillögur. Engin önnur tillaga fékk fleiri en þrjú atkvæði. Þannig nefndu til dæmis þrír Víghól, einn nefndi Rjúpnahæð, einn nefndi Þríhnjúka og einn nefndi Esjuna.

Gild svör í könnuninni voru 177 en ekki var hægt að greiða atkvæði oftar en einu sinni með sömu kennitölu. Vífilsfell fékk þar af 121 atkvæði.

-www.kopavogur.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér