Flóð á Nýbýlaveginum eftir úrhelli næturinnar (myndband):

Nýbýlavegurinn í morgun. Vatnið náði upp í hálfa bílhurð. Mynd og myndband hér að neðan: Gísli Sigurður Gunnlaugsson.
Nýbýlavegurinn í morgun. Vatnið náði upp í hálfa bílhurð. Mynd og myndband hér að neðan: Gísli Sigurður Gunnlaugsson.

„Þetta er fáranlegasti pollur á höfuðborgarsvæðinu sem ég hef séð,“ segir Gísli Sigurður Gunnlaugsson í myndbandinu hér að neðan sem hann tók á Nýbýlaveginum í morgun og birtir á síðu sinni á Facebook. Töluvert hefur verið um útköll hjálparsveita vegna veðurs og vatn hefur flætt inn í hús á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er beðið um að hreinsa vel frá niðurföllum svo að rigningarvatnið komist örugglega niður. Einnig vill lögregla benda á að ekkert ferðaveður er undir fjöllum og sérstaklega fyrir húsbíla og bíla með eftirvagna.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar