„Þetta er fáranlegasti pollur á höfuðborgarsvæðinu sem ég hef séð,“ segir Gísli Sigurður Gunnlaugsson í myndbandinu hér að neðan sem hann tók á Nýbýlaveginum í morgun og birtir á síðu sinni á Facebook. Töluvert hefur verið um útköll hjálparsveita vegna veðurs og vatn hefur flætt inn í hús á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er beðið um að hreinsa vel frá niðurföllum svo að rigningarvatnið komist örugglega niður. Einnig vill lögregla benda á að ekkert ferðaveður er undir fjöllum og sérstaklega fyrir húsbíla og bíla með eftirvagna.