Flokkar sem skila ekki yfirliti yfir fjárreiður sínar fá engan styrk frá bænum

Bæjarráð samþykkti einróma á fundi sínum í gær tillögu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingar, að styrkur ársins 2014 verði ekki greiddur út til þeirra framboða sem enn trassa að skila lögbundnu yfirliti yfir fjárreiður sínar. Hún segist ítrekað hafa óskað eftir upplýsingum um fjárreiður stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs.

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar.
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar.

„Kópavogsbær greiðir árlega upphæð til þeirra framboða sem er hugsuð til þess að styrkja lýðræðislegt innra starf flokkanna. Þegar liggur fyrir umsögn frá lögfræðingi Samband íslenskra sveitarfélaga sem segir ekkert því til fyrirstöðu að Kópavogsbær óski eftir upplýsingum um hvernig fjármunum skattgreiðenda er varið innan ramma stjórnmálastarfsemi í bænum.  Og því eðlileg krafa að framboðin sýni með skýrum hætti fram á að þeir fjármunir sem þeir þiggja úr bæjarsjóði séu nýttir til þess að efla stjórnmálastarf á lýðræðisgrunni lögum samkvæmt. Ekkert hefur borið á svörum og leggur því undirrituð til að styrkur ársins 2014 verði ekki greiddur út til þeirra framboða sem enn trassa að skila lögbundnu yfirliti yfir frjárreiður sínar,“ segir Guðríður í bókun sinni.

Bæjarráð samþykkti tillöguna einróma og lagði þá Guðríður fram aðra tillögu:

„Tillaga vegna fjármála stjórnmálaflokka.

Lög um fjármál stjórnmálaflokka nr. 162/2006 skylda sveitarfélög með fleiri en 500 íbúa að veita stjórnmálasamtökum sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða í næstliðnum sveitarstjórnarkosningum árleg fjárframlög til starfsemi sinnar.

Forráðamönnum stjórnmálasamtaka ber að skila ársreikningum til Ríkisendurskoðunar fyrir 1. október ár hvert og þannig gera grein fyrir fjárreiðum sínum. Lögin skylda stjórnmálasamtök til að skila samstæðureikningi, þ.e. ársreikningi fyrir allar einingar sem undir þau falla.

Það er eðileg krafa að bæjarráð Kópavogs sem fer með fjármálastjórn sveitarfélagsins óski eftir upplýsingum um hvernig fjármunum skattgreiðenda í Kópavogi er varið með slíkum framlögum. Þess vegna felur bæjarráð Kópavogs bæjarritara að kalla eftir staðfestingu Ríkisendurskoðunar á skilum þeirra stjórmálaflokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs á núlíðandi kjörtímabili. Jafnframt skuli bæjarritari senda þeim sömu stjórnmálasamtökum í Kópavogi ósk um að staðfestir ársreikningar Kópavogsfélaga þeirra skuli lagðir fram í bæjarráði og þannig gera rækilega grein fyrir með hvaða hætti fjármunir Kópavogsbúa hafi verið nýttir í þágu lýðræðis eins og lög kveða á um.

Skuli óskað svara við eftirfarandi spurningum: Hversu reglulega hvert og eitt framboð í Kópavogi hafi haldið opna fundi á liðnu kjörtímabili, hvar slíkir fundir hafi verið haldnir og með hvaða hætti slíkir fundir hafi verið auglýstir meðal bæjarbúa.

Hér er gengið lengra en lög gera ráð fyrir í þeirri viðleitni að stjórnmálasamtök geri grein fyrir fjármunum sínum enda mun þeim verða í sjálfsvald sett hversu ítarlega er svarað.“

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fjórum samhljóða atkvæðum. Einn fulltrúi sat hjá.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér