Flottur sigur hjá Blika stelpum.

bilde

 

Breiðablik sigraði ÍBV með þremur mörkum gegn einu á Kópavogsvelli í kvöld, en Blikar voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum.

Heimaliðið byrjaði leikinn betur og sótti mikið fyrstu fimmtán mínúturnar, en þá byrjaði liðið að síga niður á völlinn og þá fór Shaneka Gordon af stað. Hún hafði komið sér í nokkur álitleg færi áður en hún kom ÍBV yfir á 23. mínútu.

Þórhildur Ólafsdóttir átti þá sendingu inn fyrir vörnina og Shaneka nýtti sér það með því að klára vel fram hjá Mist í markinu. ÍBV átti frábæran tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik, en eftir það var lítið að frétta.

Rosie Sutton setti boltann í eigið net, en þá átti Rakel Hönnudóttir fyrirgjöf sem Sutton skallaði framhjá Bryndísi í markið. Rakel kom Blikum svo yfir undir lok fyrri hálfleiks, en Hlín Gunnlaugsdóttir átti þá fyrirgjöf sem Rakel lagði fyrir sig og skoraði. Rakel virtist hafa lagt boltann fyrir sig með hönd, en erfitt var að sjá atvikið.

Eftir mikla baráttu í seinni hálfleik og mörg góð færi Blika þá komst liðið í 3-1. Ingibjörg Sigurðardóttir hafði þá komið inn á sem varamaður. Hún átti flottan bolta inn í teig og þar var Berglind Björg Þorvaldsdóttir mætt og skoraði hún örugglega.

Lokatölur 3-1 á Kópavogsvelli. Breiðablik áfram í öðru sæti með 18 stig á meðan ÍBV er í þriðja sæti með 13 stig.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á