• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Mannlíf

Flutti aftur á æskuslóðir við Fífuhvamm

Flutti aftur á æskuslóðir við Fífuhvamm
ritstjorn
10/05/2015

„Ætlarðu að fara að draga karlinn í montviðtal,“ spyr Erla Sæunn Guðmundsdóttir, eiginkona Guðmundar Þorkelssonar, góðlátlega um leið og blaðamaður sest niður hjá þeim hjónum í Jörfalindinni og dregur upp stílabókina. „Hann er alltaf að grobba sig hvað hann var í góðu formi hérna í gamla daga,“ segir Erla og biður mann sinn um að vera ekki að gaspra of mikið. Guðmundur lætur þetta sem vind um eyrun fjúka og býðst til að fara úr að ofan fyrir myndatökuna sem á að fara fram nákvæmlega á sama stað og mynd sem var tekin af honum þegar hann var 13 vetra, skammt frá þar sem leikskólinn við Núpalind stendur núna. „Ég fer í sund á hverjum morgni og held mér þannig í góðu formi,“ segir Guðmundur og blæs á viðvörunarorð blaðamanns um að fara úr að ofan því úti er skítakuldi. Fyrr um morguninn var hann, áttræður maðurinn, uppi í stillansa að aðstoða tengdason sinn við að taka niður ljós. Það er ljóst að Guðmundur er í talsvert betra formi en margir sem eru helmingi yngri en hann. „Amma mín þekkti Tryggva Ófeigsson, útgerðarmann. Hann lét hana fá meðafla sem gekk af hjá honum; karfa, hlýra, steinbít, flatfisk og fleira. Ég ólst upp við það að borða góðan fisk ásamt lamba- og nautakjöti og ég bý örugglega að þessu enn þann dag í dag. Og svo hef ég alltaf unnið mikið og hugað vel að hreyfingu,“ segir Guðmundur um leið og hann dregur fram myndir og sýnir blaðamanni. Þær sýna fyrri tíð, lífið í Kópavogi áður en bærinn fékk kaupstaðarréttindi þann 11. maí árið 1955.

Uppvaxtarár

Guðmundur er fæddur árið 1935 og var því tvítugur þegar Kópavogur fékk kaupstaðarréttindi. Hann ólst upp á bænum Tungu sem stóð nálægt Fífuhvammsbænum. Því miður hafa engar menjar varðveist um þessa gömlu bæi sem tengjast svo náið sögu Kópavogs. Nú er þar Lindahverfið með göngustígum og fjölbýlishúsum og fátt sem bendir til sögu fyrri tíma nema söguskilti sem Sögufélag Kópavogs lét nýlega reisa á áberandi útsýnisstað við Jörfalind.

Bræðurnir Guðmundur og Ísak Þorkelssynir ólust upp í bænum Tungu sem stóð rétt við bæinn Fífuhvamm. Hér sjást þeir ásamt frænku sinni, Málfríði Ólínu Viggósdóttur, við afhjúpun upplýsingaskiltis um Fífuhvamm.

Faðir Guðmundar var Þorkell Guðmundsson, fæddur við Fjall á Skeiðum en móðir hans hét Bergþóra Rannveig Ísaksdóttir. Guðmundur átti tvo bræður en sá yngsti lést aðeins þriggja ára að aldri. Eldri bróðir Guðmundar heitir Ísak Þorkelsson og býr í Skólagerði í Kópavogi sem þeir bræður byggðu.

Fífuhvammur. Heimild: Saga Kópavogs. Frumbyggð og hreppsár. II.

„Á Fífuhvammi bjuggu afi minn, Ísak Bjarnason, og amma sem hét Þórunn Kristjánsdóttir. Afi var útgerðarmaður í Hafnarfirði og keypti Fífuhvamm árið 1914. Tunga var varla meira en 60 fermetra kofi en það þótti gott þá. Þegar mest var voru yfir tuttugu manns á heimili í Fífuhvammi,“ segir Guðmundur. „Ég man alltaf eftir vinnukörlunum sem komu og fóru. Þetta voru farandverkamenn sem áttu ekkert annað en töskuna sem þeir báru með sér. Það voru margir sérkennilegir karlar sem komu eins og til dæmis Rottu-Gvendur sem fékk þetta viðurnefni út af sérstöku andlitsfalli. Bændurnir í kring voru alltaf að koma í heimsókn og mamma skrifaði það samviskusamlega niður í stílabók. Stílabókin er merk heimild um lífið á þessum tíma,” segir Guðmundur og brosir að minningunni. „Ein skýrasta minning mín frá bernsku minni er sú að við bræðurnir sáum bara þrjú ljós þegar við litum út um gluggann. Það fyrsta kom frá Digranesbænum. Annað ljós kom úr fjósinu í Fífuhvammi og það þriðja kom frá gamla Kópavogsbænum við Kópavogstún. Ljósadýrðin er aðeins meiri í hverfinu núna,” segir Guðmundur kankvíslega.

Þekkir hvern einasta hól

„Við Erla kynntumst árið 1957 og ég flutti til hennar á Langholtsveginn. Stuttu síðar fluttum við í Skólagerði og þaðan upp á Álfhólsveg árið 1976. Árið 1999 byggðum við hér við Jörfalind og þá var ég eiginlega kominn heilan hring, aftur á bernskuslóðirnar. Það má eiginlega segja að ég hafi steypt grunninn ofan á gömlu kartöflugeymsluna mína,“ segir Guðmundur og hlær. Saman eignuðust Guðmundur og Erla níu börn. Þau heita: Áslaug, Rannveig, Þorkell, Hilmar, Heimir, Gunnar, Smári, Birgir og Berglind.

Minningar frá fyrri tíð

Við röltum niður brekkuna í átt að þeim stað þar sem myndin var tekin af honum forðum og það er greinilegt að Guðmundur þekkir hvern einasta hól. Þarna fékk hann tíu ára gamall að fara í herjeppa, þarna var Stjáni í Smárahvammi að draga slóða til að mala skítinn á túnið, þarna gróðursetti hann tré sem standa enn og þarna voru kartöflurnar ræktaðar. Þarna voru beljur og kindur og þarna hljóp hann um sem strákur. Minningarnar eru ljóslifandi og hann rekur meðal annars hörmulegar lýsingar móður hans af frostavetrinum mikla árið 1918 þegar spænska veikin gekk yfir. „Fólkið í Fífuhvammi slapp alveg við spænsku veikina. Mamma var send til að bera út mjólk til lasburða fólks en þá bjó hún í Hafnarfirði. Hún kannaði hvort einhver væri á lífi í húsunum. Í þessum ferðum hennar kom jafnvel fyrir að mæður voru látnar með börnum sínum. Þetta var alveg hryllilegt og mjög erfiðir tímar sem fáir í dag gera sér almennilega grein fyrir,“ segir Guðmundur. „En nú ætla ég ekki að ganga með þig lengra, hérna var gamla myndin tekin,” segir Guðmundur glaðlega og áður en blaðamaður veit af er karlinn kominn úr að ofan og farinn að hnykkla vöðvana fyrir myndatökuna. „Þú hefðir reyndar átt að taka þessa mynd í fyrra því þá var ég ekki með svona mikla bjórvömb,” segir Guðmundur Þorkelsson, sem fagnar 80 ára afmæli sínu í ár.

Guðmundur Þorkelsson þá og nú. Hann er nú 80 ára og er ennþá í hörkuformi. Myndin er tekin á nákvæmlega sama stað með sextíu og sjö ára millibili, skammt frá þar sem leikskólinn Núpur við Núpalind er.

Guðmundur Þorkelsson þá og nú. Hann er nú 80 ára og er ennþá í hörkuformi. Myndin er tekin á nákvæmlega sama stað með sextíu og sjö ára millibili, skammt frá þar sem leikskólinn Núpur við Núpalind er.

Efnisorðefst á baugisaga Kópavogsviðtal
Mannlíf
10/05/2015
ritstjorn

Efnisorðefst á baugisaga Kópavogsviðtal

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Listasprengja í Kópavogi 2021

    Árið 2020 hefur svo sannarlega verið áskorun fyrir öll þau sem koma að skipulagi menningar- og listviðburða....

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók

    Í Smárahverfinu býr parið Ísak og Gréta María en þau eru að vinna að verkefni sem heitir...

    Auðun Georg Ólafsson 16/12/2020
  • Lesa meira
    Krossgátusmiðurinn á Kársnesi

    Sagt er og sannað að krossgátur eru holl hugarleikfimi sem örvar og þjálfar minni. Allir geta leyst...

    Auðun Georg Ólafsson 22/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
  • Lesa meira
    Sólstöðujóga á Bókasafni Kópavogs

    Laugardaginn 20. júní klukkan 13:00 verður sólstöðum fagnað með jóga fyrir alla fjölskylduna. Helga Einarsdóttir verkefnastjóri fræðslu...

    ritstjorn 19/06/2020
  • Lesa meira
    Þakkir frá Got Agulu strákunum

    Söfnun fyrir skóladrengi í þorpinu Got Agulu á Rey Cup, fótboltamót Þróttar í fyrra gekk það vel...

    ritstjorn 04/03/2020
  • Lesa meira
    Félag kvenna í Kópavogi með opinn fund

    Föstudaginn 21.febrúar kl. 21:15 eru allar konur velkomnar á opinn félagsfund hjá Félagi kvenna í Kópavogi (FKK)....

    ritstjorn 20/02/2020
  • Lesa meira
    Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum

    Á dögunum komu nokkar ungar og upprennandi hljómsveitir fram á tónleikum í Molanum Ungmennahúsi Kópavogs. Reglulega eru...

    ritstjorn 05/12/2019
  • Lesa meira
    Slakað og skapað í Gerðarsafni

    Slakað og skapað er vikulegur dagskrárliður sem slegið hefur í gegn á Gerðarsafni í nóvember. Hönnuðurinn og jógakennarinn...

    ritstjorn 29/11/2019
  • Lesa meira
    Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ

    Haldið verður upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með pompi og prakt í Kópavogi miðvikudaginn...

    ritstjorn 19/11/2019
  • Lesa meira
    50 ár hjá BYKO

    Það heyrir til tíðinda þegar fólk nær háum starfsaldri, sérstaklega þegar starfað hefur verið óslitið hjá sama...

    Auðun Georg Ólafsson 29/08/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.