Foreldrar kynntu störfin sín

Starfamessan var vel sótt.

Starfamessan var haldin nýverið í Álfhólsskóla. Er þetta þriðja árið í röð sem messan er haldin en hún er samstarfsverkefni Álfhólsskóla og Foreldrafélags Álfhólsskóla. Öllum nemendum í 8.-10. bekk var boðið að koma og kynna sér störf foreldra. 13 þátttakendur kynntu bæði störfin sín sem og námsleiðir sem þeir höfðu farið. Nemendur unnu verkefni á meðan á Starfamessunni stóð, kynntu sér sérstaklega tvö störf og spurðu ýmissa spurninga, s.s. hvaða hæfni starfið krefst og gátu síðan kynnt sér hin störfin líka.

Þarna voru m.a. rafeindavirki, sjúkraþjálfari, matvæla- og lífefnafræðingur, ráðgjafi í umhverfismálum, sjálfboðaliði í Konukoti, tónlistarkona, slökkviliðsmaður, ökukennari og fasteignasali.

Starfamessa er gríðarlega gott tækifæri fyrir nemendur til að kynnast fjölbreyttum valkostum í námi og margvíslegum störfum. Foreldrar eru miklir áhrifavaldar þegar kemur að náms- og starfsvali barna sinna. Það skiptir máli að unglingar séu fræddir um fjölbreytni náms og starfa til að sjá fyrir sér framtíðarnámsleið og starfsvettvang. 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð