Foreldrar kynntu störfin sín

Starfamessan var vel sótt.

Starfamessan var haldin nýverið í Álfhólsskóla. Er þetta þriðja árið í röð sem messan er haldin en hún er samstarfsverkefni Álfhólsskóla og Foreldrafélags Álfhólsskóla. Öllum nemendum í 8.-10. bekk var boðið að koma og kynna sér störf foreldra. 13 þátttakendur kynntu bæði störfin sín sem og námsleiðir sem þeir höfðu farið. Nemendur unnu verkefni á meðan á Starfamessunni stóð, kynntu sér sérstaklega tvö störf og spurðu ýmissa spurninga, s.s. hvaða hæfni starfið krefst og gátu síðan kynnt sér hin störfin líka.

Þarna voru m.a. rafeindavirki, sjúkraþjálfari, matvæla- og lífefnafræðingur, ráðgjafi í umhverfismálum, sjálfboðaliði í Konukoti, tónlistarkona, slökkviliðsmaður, ökukennari og fasteignasali.

Starfamessa er gríðarlega gott tækifæri fyrir nemendur til að kynnast fjölbreyttum valkostum í námi og margvíslegum störfum. Foreldrar eru miklir áhrifavaldar þegar kemur að náms- og starfsvali barna sinna. Það skiptir máli að unglingar séu fræddir um fjölbreytni náms og starfa til að sjá fyrir sér framtíðarnámsleið og starfsvettvang. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar