Foreldrar kynntu störfin sín

Starfamessan var vel sótt.

Starfamessan var haldin nýverið í Álfhólsskóla. Er þetta þriðja árið í röð sem messan er haldin en hún er samstarfsverkefni Álfhólsskóla og Foreldrafélags Álfhólsskóla. Öllum nemendum í 8.-10. bekk var boðið að koma og kynna sér störf foreldra. 13 þátttakendur kynntu bæði störfin sín sem og námsleiðir sem þeir höfðu farið. Nemendur unnu verkefni á meðan á Starfamessunni stóð, kynntu sér sérstaklega tvö störf og spurðu ýmissa spurninga, s.s. hvaða hæfni starfið krefst og gátu síðan kynnt sér hin störfin líka.

Þarna voru m.a. rafeindavirki, sjúkraþjálfari, matvæla- og lífefnafræðingur, ráðgjafi í umhverfismálum, sjálfboðaliði í Konukoti, tónlistarkona, slökkviliðsmaður, ökukennari og fasteignasali.

Starfamessa er gríðarlega gott tækifæri fyrir nemendur til að kynnast fjölbreyttum valkostum í námi og margvíslegum störfum. Foreldrar eru miklir áhrifavaldar þegar kemur að náms- og starfsvali barna sinna. Það skiptir máli að unglingar séu fræddir um fjölbreytni náms og starfa til að sjá fyrir sér framtíðarnámsleið og starfsvettvang. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,