Foreldrar kynntu störfin sín

Starfamessan var vel sótt.

Starfamessan var haldin nýverið í Álfhólsskóla. Er þetta þriðja árið í röð sem messan er haldin en hún er samstarfsverkefni Álfhólsskóla og Foreldrafélags Álfhólsskóla. Öllum nemendum í 8.-10. bekk var boðið að koma og kynna sér störf foreldra. 13 þátttakendur kynntu bæði störfin sín sem og námsleiðir sem þeir höfðu farið. Nemendur unnu verkefni á meðan á Starfamessunni stóð, kynntu sér sérstaklega tvö störf og spurðu ýmissa spurninga, s.s. hvaða hæfni starfið krefst og gátu síðan kynnt sér hin störfin líka.

Þarna voru m.a. rafeindavirki, sjúkraþjálfari, matvæla- og lífefnafræðingur, ráðgjafi í umhverfismálum, sjálfboðaliði í Konukoti, tónlistarkona, slökkviliðsmaður, ökukennari og fasteignasali.

Starfamessa er gríðarlega gott tækifæri fyrir nemendur til að kynnast fjölbreyttum valkostum í námi og margvíslegum störfum. Foreldrar eru miklir áhrifavaldar þegar kemur að náms- og starfsvali barna sinna. Það skiptir máli að unglingar séu fræddir um fjölbreytni náms og starfa til að sjá fyrir sér framtíðarnámsleið og starfsvettvang. 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar