• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Íþróttir

Formaður HK í handbolta blæs til sóknar: „Nú stöndum við í mótlæti.“

Formaður HK í handbolta blæs til sóknar: „Nú stöndum við í mótlæti.“
ritstjorn
12/02/2014
Mynd: hk.is

Mynd: hk.is

HK skoraði, sem kunnugt er, 18 mörk gegn frísku liði Vals í handboltaleik á dögunum og tapaði leiknum. Tapið hefur lagst misjafnlega þungt í HK-inga en ljóst er að verið er að byggja upp nýtt HK-lið á ungum og efnilegum leikmönnum.

Víðir Reynisson, formaður handknattleiksdeildar HK, skrifar pistil á heimasíðu félagsins í dag og dregur þar hvergi undan. Hann hvetur stuðningsmenn til að gefast ekki upp heldur frekar þjappa sér saman og styðja vel við bakið á liðinu.  Pistill Víðis er hér að neðan:

„Dolluna í Digró hefur oft verið hrópað þegar vel gengur og möguleiki á titli er í sjónmáli. Þetta árið er þó ljóst að meistarflokkur karla er ekki að fara að koma með dollu heim í Digranes.

Það er oft sagt að þegar á móti blási þá komi í ljós hvernig mann við höfum að geyma. Óhætt er að segja að sterkur mótvindur hafi verið hjá karlaflokknum okkar í vetur. Stórt tap á móti Val í síðustu umferð var hviða sem myndi feykja mörgum um koll. En við HKingar þekkjum mótlæti, strákarnir sem stofnuðu þetta frábæra félag voru ekki mikið að spá í það fyrir rúmum 44 árum. Þeir höfðu markmið, þeir höfðu metnað og við vitum alveg hvert það hefur skilað félaginu okkar. Nú stöndum við í mótlæti og við þurfum að standa saman og mæta því með því sem einkennt hefur HK alla tíð, gleði og baráttu.

Fyrir þetta tímabil stóð stjórn handknattleiksdeildar frammi fyrir miklum fjárhagsvandamálum. Skuldir höfðu safnast upp og ljóst að mikið þyrfti að breyta í rekstri deildarinnar til að snúa því við.

Þær ráðstafanir höfðu m.a. þau áhrif að ekki var möguleiki á að kaupa leikmenn til að mæta að fullu þeim skörðum sem höggvin hafa verið í okkar hóp síðustu misserin þegar margir leikmenn hafa farið erlendis í atvinnumennsku eða hætt iðkun. Okkar ákvörðun var að horfa til framtíðar og byggja liðið upp á næstu árum og nota þann góða grunn sem unnið er með í barna og unglingastarfinu hjá HK.

Við vissum að tímabilið yrði erfitt, við vissum að það væri mögulegt að við yrðum í botnbaráttu en við höfðum og höfum fulla trú á að liðið okkar eigi heima í efstu deild. Til að ná okkar markmiðum um áframhaldandi veru í efstu deild þarf margt að ganga upp. Leikmannahópurinn okkar hefur lagt mikið á sig í vetur, meiðsli, veikindi og fleira slíkt hefur bara þjappað hópnum saman.

Leikmenn og þjálfarar vinna að því hörðum höndum að laga það sem laga þarf á vellinum en við hin getum gert okkar. Frasinn um að áhorfendur séu eins og aukamaður er sannur, við getum skipt máli.

Núna á fimmtudaginn mæta Haukar í Digranesið og við þurfum að mæta öll þar og sína strákunum að þeir standa ekki einir í þessari baráttu.  Komdu og taktu fjölskylduna með. Hvetjum strákana, stöndum saman, stöndum með HK, sækjum stoltið og förum með það heim. STOLTIÐ Í DIGRÓ!

Áfram HK alltaf, allstaðar.

Baráttukveðja.

Víðir Reynisson
Formaður handknattleiksdeildar HK.“

Efnisorð
Íþróttir
12/02/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Sigurhátíð í Lindaskóla

    Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að Lindaskóli vann Skólahreystikeppnina í ár. Þetta er í...

    Auðun Georg Ólafsson 24/05/2019
  • Lesa meira
    Opið fyrir umsóknir á afrekssvið Menntaskólans í Kópavogi

    Nú er opið fyrir umsóknir á nýstofnuðu afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi. Nemendur sem skrá sig á sviðið...

    Auðun Georg Ólafsson 23/05/2019
  • Lesa meira
    Klyfjaður verðlaunapeningum á EM

    Guðfinnur Snær Magnússon keppti á EM í kraftlyftingum sem fór fram í Pilsen, Tékklandi um síðustu mánaðarmót....

    Auðun Georg Ólafsson 23/05/2019
  • Lesa meira
    Tvö silfurverðlaun á Norðurlandamóti í hnefaleikum

    Emin Kadri Eminssyni og Jafet Erni Þorsteinssyni úr Hnefaleikafélag Kópavogs unnu til silfurverðlauna helgina 30-31 mars á...

    ritstjorn 08/04/2019
  • Lesa meira
    5. flokkur HK stefnir hátt

    5. flokkur kvenna á eldra ári, sem eru stúlkur fæddar árið 2005, er einn fjölmennasti flokkurinn innan...

    ritstjorn 06/04/2019
  • Lesa meira
    „Ómetanlegt að sjá barnið sitt geisla af gleði og ná árangri“

    KYNNING: Í Mudo Gym er unnið út frá slagorðunum: „Sterkari börn“ og „Sjálfstraust, sjálfsagi sjálfsvörn”. Sigursteinn Snorrason,...

    ritstjorn 26/03/2019
  • Lesa meira
    10 ára kraftlyftingadeild

    Hin nautsterka kraftlyftingadeild Breiðabliks er tíu ára um þessar mundir. Fólk hefur fengið sér nautasteik af minna...

    ritstjorn 12/02/2019
  • Lesa meira
    Breiðablik á afmæli í dag

    Í dag þriðjudaginn 12. febrúar er Breiðablik 69 ára. Af því tilefni verður afmæliskaka og kaffi í...

    ritstjorn 12/02/2019
  • Lesa meira
    Gönguskíði hjá GKG

    Allir á gönguskíði! Nú er búið að troða hring fyrir gönguskíði á golfvelli GKG sem notið hefur...

    ritstjorn 22/01/2019
  • Íþróttafólk Kópavogs
    Lesa meira
    Agla María Albertsdóttir og Valgarð Reinhardsson eru íþróttafólk ársins í Kópavogi

    Agla María Albertsdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Valgarð Reinhardsson fimleikamaður úr Gerplu og voru kjörin íþróttakarl og...

    ritstjorn 11/01/2019
  • Lesa meira
    Fjörkálfamót í Smáranum

    Karatedeildir Breiðablik og Þórshamars héldu í desember svokallað Fjörkálfamót í karate fyrir karatekrakka sem eru fæddir frá...

    ritstjorn 06/01/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.